Messi langt kominn í viðræðum við PSG Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 08:01 Messi hefur leikið sinn síðasta leik í treyju Barcelona. EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi virðist á leið til Parísar í Frakklandi eftir að samningaviðræður hans við Barcelona sigldu í strand í fyrradag. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann skrifi undir hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain í næstu viku. Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool. Franski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool.
Franski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira