Hundurinn Mosi starfar á Kleppi og knúsar skjólstæðinga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2021 21:01 Hundurinn Mosi er geðhjúkrunarhundur. stöð2 Hundurinn Mosi sem er starfsmaður á Kleppi. Hann sinnir móttöku nýrra skjólstæðinga og er til staðar fyrir þá sem þurfa á knúsi að halda. „Hér höfum við hundinn Mosa. Hann er einungis tvö kíló og í 20% starfshlutfalli á dagdeild geðmeðferðar hér á Kleppi. Og svo er hann hrikalega sætur.“ „Hann er alveg ótrúlega mikilvægur í deildarstarfinu, hann er móttökustjóri. Tekur á móti fólki og svo er hann aðallega í knúsi,“ sagði Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman, aðstoðardeildarstjóri á dagdeild geðmeðferðar á Kleppi og eigandi Mosa. Starfsmannaskírteini Mosa.aðsend Starfsskyldur Mosa eru einfaldar en af og til mætir hann með starfsmönnum í viðtöl með skjólstæðingum. Þegar Mosi mætir til vinnu er hann alla jafna með þetta fína starfsmannaskírteini sem sést á myndinni að ofan, en daginn sem fréttastofu bar að garði gleymdi hann skírteininu heima. Það getur nú komið fyrir alla. En Mosi mætir til vinnu tvo til þrjá daga á viku og gerir gagn. „Já Mosi hjálpar skjólstæðingum og það höfum við líka staðfest í rannsóknum sem hafa verið gerðar á þátttöku hunda í meðferðarstarfi.“ Hundaknús á stundatöflunni Mosi er ekki eini ferfætti starfsmaður Klepps. Það vill svo til að nokkrir iðjuþjálfar deildarinnar eru hundaeigendur og taka þá stundum með í vinnuna. „Þannig að það er mikil hundastemning á lóðinni. Meira segja hér í batamiðstöðinni þar sem virkniprógrammið okkar er, í stundatöflu þar er liður sem heitir hundaknús og þá er hægt að koma og fá knús og klapp.“ Dýr Landspítalinn Hundar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
„Hér höfum við hundinn Mosa. Hann er einungis tvö kíló og í 20% starfshlutfalli á dagdeild geðmeðferðar hér á Kleppi. Og svo er hann hrikalega sætur.“ „Hann er alveg ótrúlega mikilvægur í deildarstarfinu, hann er móttökustjóri. Tekur á móti fólki og svo er hann aðallega í knúsi,“ sagði Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman, aðstoðardeildarstjóri á dagdeild geðmeðferðar á Kleppi og eigandi Mosa. Starfsmannaskírteini Mosa.aðsend Starfsskyldur Mosa eru einfaldar en af og til mætir hann með starfsmönnum í viðtöl með skjólstæðingum. Þegar Mosi mætir til vinnu er hann alla jafna með þetta fína starfsmannaskírteini sem sést á myndinni að ofan, en daginn sem fréttastofu bar að garði gleymdi hann skírteininu heima. Það getur nú komið fyrir alla. En Mosi mætir til vinnu tvo til þrjá daga á viku og gerir gagn. „Já Mosi hjálpar skjólstæðingum og það höfum við líka staðfest í rannsóknum sem hafa verið gerðar á þátttöku hunda í meðferðarstarfi.“ Hundaknús á stundatöflunni Mosi er ekki eini ferfætti starfsmaður Klepps. Það vill svo til að nokkrir iðjuþjálfar deildarinnar eru hundaeigendur og taka þá stundum með í vinnuna. „Þannig að það er mikil hundastemning á lóðinni. Meira segja hér í batamiðstöðinni þar sem virkniprógrammið okkar er, í stundatöflu þar er liður sem heitir hundaknús og þá er hægt að koma og fá knús og klapp.“
Dýr Landspítalinn Hundar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira