Fótbolti

Elías Már skoraði sitt fyrsta mark í Frakklandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elías Már fagnar marki í leik með Excelsior.
Elías Már fagnar marki í leik með Excelsior. Pim Waslander/Soccrates/Getty Images

Elías Már Ómarsson og félagar hans í Nimes unnu öruggan 3-0 útisigur gegn Valenciennes í næst efstu deild Frakklands í dag. Elías Már var í byrjunarliðið Nimes og skoraði fyrsta mark leiksins.

Hvorugu liðinu tóks að skora í fyrri hálfleik og var staðan því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Seinni hálfleikur var þó ekki nema rúmlega tíu mínútna gamall þegar að Nimes komst í 1-0. Þar var á ferðinni Elías Már eftor stoðsendingu frá Yassine Benrahou.

Benrahou var svo sjálfur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru til leiksloka þegar hann tvöfaldaði forystu Nimes, áður en hann kórónaði góðan leik sinn þegar hann lagði upp sitt annað mark og þriðja mark Nimes fyrir Niclas Eliasson tveim mínútum síðar.

Lokatölur því 3-0, Nimes í vil, og Elías Már og félagar eru enn taplausir eftir þrjá leiki í næst efstu deild Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×