Sport

Dagskráin í dag: Golf, enska 1. deildin og fimm leikir í Pepsi Max deild karla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Víkingar taka á móti KA í Pepsi Max deild karla í dag.
Víkingar taka á móti KA í Pepsi Max deild karla í dag.

Það er stútfullur dagur á sportrásum okkar á þessum ágætis sunnudegi. Sýnt verður frá þremur golfmótum, einum leik í ensku 1. deildinni og þá eru hvorki meira né minna en fimm leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá.

Dagurinn byrjar á golfi, en klukkan 12:00 hefst útsending frá Hero Open á Evróputúrnum á Stöð 2 Sport 4. FedEx St. Jude Championship er svo á dagskrá á Stöð 2 Golf klukkan 16:00, áður en að Barracuda Championship lokar golfdeginum klukkan 22:00 á sömu rás.

Klukkan 12:25 hefst útsending frá viðureign Fulham og Middlesbrough í ensku 1. deildinni á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 16:50 eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Á stod2.is verður sýnt frá leik Leiknis og Vals, en á Stöð 2 Sport 4 er það viðureign Víkinga og KA.

Klukkan 18:30 hefst svo upphitun fyrir aðra þrjá leiki í Pepsi Max deildinni á Stöð 2 Sport, áður en leikirnir sjálfir hefjast klukkan 19:05.

Á stod2.is ver'ur hægt að fylgjast með leik ÍA og HK annars vegar, og hinsvegar er þar sýndur leikur Keflavíkur og Fylkis.

Á sama tíma á Stöð 2 Sport verður viðureign KR og FH í beinni útsendingu.

Að þessum leikjum loknum tekur Pepsi Max Stúkan við keflinu þar sem að farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldins.

Upplýsingar um beinar útsendingar næstu daga má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×