Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2024 18:02 Harry Kane náði ekki til boltans á undan markmanninum og steig á hann. Torsten Silz/picture alliance via Getty Images Bayern Munchen vann öruggan 4-0 sigur á Mainz í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Jamal Musiala skoraði þrennu, en var rangstæður í öðru markinu, Harry Kane bætti svo fjórða markinu við en hefði ekki átt að vera inni á vellinum, að mati leikmanna Mainz. Harry Kane sparkaði í andlitið á markmanni Mainz, Robin Zentner. Hann fékk skurð fyrir ofan augabrúnina og glóðarauga, en gat haldið áfram eftir aðhlynningu. Á blaðamannafundi eftir leik sagði markmaðurinn ekki um slys að ræða. „Ég kenni honum um. Það sést nokkuð snemma að hann á ekki séns í boltann, hann hefði alveg getað sleppt þessu.“ Binda þurfti um sár Zentner.Ralf Ibing - firo sportphoto/Getty Images Um annað mark Musiala sagði Zentner það ekki skipta máli að VAR hafi ekki verið notað í leiknum. „Við erum með línuvörð, hann á að sjá þetta. Þetta er ekki einu sinni tæpt, mjög augljóst og auðveld rangstaða að dæma. Við vorum ekki heppnir með ákvarðanir dómara, það var Bayern.“ Zentner gat haldið áfram eftir aðhlynningu.S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Liðsfélagi hans, Dominik Kohr, tók undir í bræði. „Annað markið var rangstaða og það var brotið á mér í fjórða markinu. Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju,“ sagði hann og gæti átt von á sekt, fyrir að gefa í skyn að dómarinn hafi viljandi haft áhrif á úrslit leiksins. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira
Harry Kane sparkaði í andlitið á markmanni Mainz, Robin Zentner. Hann fékk skurð fyrir ofan augabrúnina og glóðarauga, en gat haldið áfram eftir aðhlynningu. Á blaðamannafundi eftir leik sagði markmaðurinn ekki um slys að ræða. „Ég kenni honum um. Það sést nokkuð snemma að hann á ekki séns í boltann, hann hefði alveg getað sleppt þessu.“ Binda þurfti um sár Zentner.Ralf Ibing - firo sportphoto/Getty Images Um annað mark Musiala sagði Zentner það ekki skipta máli að VAR hafi ekki verið notað í leiknum. „Við erum með línuvörð, hann á að sjá þetta. Þetta er ekki einu sinni tæpt, mjög augljóst og auðveld rangstaða að dæma. Við vorum ekki heppnir með ákvarðanir dómara, það var Bayern.“ Zentner gat haldið áfram eftir aðhlynningu.S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Liðsfélagi hans, Dominik Kohr, tók undir í bræði. „Annað markið var rangstaða og það var brotið á mér í fjórða markinu. Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju,“ sagði hann og gæti átt von á sekt, fyrir að gefa í skyn að dómarinn hafi viljandi haft áhrif á úrslit leiksins. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira