Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Rætt verður við Þórólf Guðnason í hádegisfréttum Bylgjunnar og farið yfir stöðuna í heimsfaraldrinum.
Þá verður rætt við stjórnarþingmann um örtröðina sem hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, en hún telur að aðgerðir stjórnvalda skapi fleiri vandamál en þær eigi að leysa. Einnig verður rætt við náttúruvársérfræðing um reykjarstrókana sem sáust á hafi úti í gærkvöld sem vakti grun um að neðansjávareldgos væri hafið.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.