Erlent

Skýrslu um loftslagsvána beðið með eftirvæntingu

Heimir Már Pétursson skrifar
Skýrslan er sögð „svört“ en þó sé að finna vonarglætu.
Skýrslan er sögð „svört“ en þó sé að finna vonarglætu. Vísir/Getty

Eftir um klukkustund, klukkan átta, verður ítarlegasta skýrsla Sameinuðu þjóðanna til þessa um loftlagsbreytingar kynnt á fréttamannafundi. Skýrslan er sögð fela í sér alvarlega aðvörun til stjórnvalda ríkja heims um að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Í skýrslunni segir meðal annars að ekki verði hægt að snúa við mörgu af því sem mannkynið hafi gert loftslaginu á næstu hundruð eða jafnvel þúsundum ára. 

Skýrslan er sögð vera mjög svört en þó fela í sér einhverja vonarglætu. 

Hún er unnin af IPCC, alþjóðlegum rannsóknarhópi á vegum Sameinuðu þjóðanna og byggir á rúmlega 14 þúsund rannsóknum vísindamanna alls staðar að úr heiminum. Er hún sögð fela í sér allra nýjustu forsendur um þróun loftlagsins á næstu áratugum. 

Síðasta stóra skýrsla IPCC kom út árið 2013 en vísindamenn segja að þeir hafi lært mikið síðan þá. 

Skýrslan verður aðalumræðuefni leiðtoga 196 ríkja á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi í nóvember en hún er talin marka tímamót varðandi möguleika mannkynsins í að snúa þróuninni við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×