Innlent

Bana­slys varð í Stöðvar­firði í gær

Eiður Þór Árnason skrifar
Kerti123

Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í gær þegar 18 ára frönsk kona sem var þar á göngu ásamt samferðafólki féll niður bratta hlíð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem vinnur nú að rannsókn slyssins.

„Aðstæður á vettvangi voru erfiðar og ljóst að björgunaraðilar unnu þrekvirki við störf sín.“

Lögregla greindi fyrst frá slysinu klukkan 19 í gær. Kom þá fram að lögregla, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið ræst út vegna slyss í Súlum.


Tengdar fréttir

Slys í Stöðvarfirði

Um klukkan 17 í dag barst lögreglu tilkynning um slys í Súlum í sunnanverðum Stöðvarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×