Erlent

Brennu­vargur grunaður um að hafa myrt prest í Frakk­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maður sem kveikti í dómkirkjunni í Nantes í fyrra er grunaður um að hafa myrt kaþólskan prest í dag.
Maður sem kveikti í dómkirkjunni í Nantes í fyrra er grunaður um að hafa myrt kaþólskan prest í dag. AP Photo/Laetitia Notarianni

Fertugur karlmaður, sem kveikti í dómkirkjunni í Nantes í Frakklandi í fyrra, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa orðið kaþólskum presti að bana í smábænum Saint-Laurent-sur-Sévre.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins fannst lík kaþólska prestsins Olivier Lemaire á heimili hans í morgun. Maðurinn sem er grunaður um morðið bjó hjá Lemaire, en hann er hælisleitandi frá Rúanda og var sjálfboðaliði í dómkirkjunni í Nantes. Hann er sagður hafa gefið sig fram við lögreglu í morgun og viðurkennt að hafa myrt Lemaire.

Maðurinn játaði að hafa kveikt í dómkirkjunni í Nantes í júlí í fyrra. Maðurinn var sjálfboðaliði í kirkjunni og bar ábyrgð á því að læsa henni sama dag og eldurinn blossaði upp. Hann var strax grunaður um íkveikjuna og handtekinn samdægurs. Eldurinn kom upp á þremur mismunandi stöðum í kirkjunni og eyðilagðist til dæmis orgel kirkjunnar í eldsvoðanum. 

Morðið hefur vakið upp hörð viðbrögð í Frakklandi og tísti Marine Le Pen, formaður hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar, í morgun þeirri spurningu hvers vegna manninum hafi ekki verið vísað úr landi. Umsókn hans um hæli hefur verið neitað en stjórnvöld hafa ekki viljað vísa honum úr landi vegna rannsóknarinnar á aðild hans að íkveikjunni í Nantes.


Tengdar fréttir

Játaði að hafa kveikt í kirkjunni

Sjálfboðaliði, sem hefur í tvígang verið handtekinn í tengslum við brunann í dómkirkjunni í frönsku borginni Nantes, hefur játað verknaðinn að sögn lögmanns mannsins.

Handtekinn á nýjan leik vegna brunans í Nantes

Lögreglan í frönsku borginni Nantes hafa handtekið 39 ára gamlan sjálfboðaliða í annað sinn í tengslum við brunann í dómkirkju borgarinnar í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×