180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:46 Jónas Hafsteinsson er lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. sigurjón ólason 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira