180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:46 Jónas Hafsteinsson er lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. sigurjón ólason 180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Vélbyssa er annað orð yfir sjálfvirkan riffil og flokkast sem sjálfvirkt skotvopn en það eru þau vopn sem skjóta má úr röð skota með því að taka aðeins einu sinni í gikkinn. Innflutningur á sjálfvirkum skotvopnum jókst gríðarlega árið 2020. 252 sjálfvirk skotvopn flutt til landsins í fyrra „Árin 2016 og 2017 var ekkert sjálfvirkt skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2018 voru þau tvö og árið 2019 voru þau 19 talsins. Það varð síðan ákveðið stökk árið 2020 þegar 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn. Lögregla segir að þessi mikla fjölgun sé einsdæmi og skýrist af auknum áhuga safnara.“ Hér má sjá þróun í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum.stöð2 Lögregla hefur ekki sérstakar áhyggjur af þessari fjölgun enda sæta handhafar vopnanna þröngum skilyrðum á grundvelli safnaraleyfis. Þeir þurfa að hafa haft skotvopnaleyfi í að minnsta kosti fimm ár og hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu vopnanna. „Já það er hægt að skjóta úr þessum byssum en þarf sérstakt leyfi til þess sem gefið er út miðað við takmarkaðan skotafjölda og takmarkaðan tíma,“ sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild. 180 vélbyssur í einkaeigu Safnarar fá þessi leyfi og gilda þau á viðurkenndum skotvöllum. 180 vélbyssur eru í einkaeigu hér á landi og eru þær allar sjálfvirkir rifflar í ýmsum kalíberum. Þær eru nánast allar virkar. Skotvopn ganga kaupum og sölum á netinu, til að mynda á Facebook. Slíkt er heimilt en salan sjálf verður að fara í gegnum lögreglu. Kaupandi þarf að sækja um leyfi, að þvi búnu er gefin út sérstök kaupaheimild sem umsækjandi sýnir seljanda áður en skotvopn er afhent. Láti seljandi frá sér vopnið, án þess að fara í gegnum lögreglu, varðar það afturköllun á skotvopnaleyfi og sekt. Lögregla fylgist náið með sölu skotvopna á netinu. „Já við fylgjumst með því og það hafa ekki komið upp nein vandamál í kringum það.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira