Luka skrifaði undir risasamning og verður áfram hjá Mavericks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 09:30 Luka verður áfram í Dallas. AP Photo/Marcio Jose Sanchez Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Er samningurinn til fimm ára og skilar Luka 207 milljónum Bandaríkjadala í laun eða um 26 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum