Um spænska togara og hræðsluáróður Ingvar Þóroddsson skrifar 10. ágúst 2021 07:01 „Sameiginleg sjávarútvegsstefna heitir sameiginleg sjávarútvegsstefna af því að hún er sameiginleg.“ Þessi fleygu orð lét Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra falla á Alþingi í vor þegar umræða fór fram um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frumkvæði þingflokks Viðreisnar. Rauði þráðurinn í málflutningi ráðherra var sá að það væri óðs manns æði fyrir Íslendinga að ganga í ESB meðal annars vegna þess að við myndum þá missa yfirráðin yfir sjávarútvegsmálum Íslands til Brussel. Þingmenn Miðflokksins tóku í sama streng og fullyrti meðal annars Birgir Þórarinsson að „fiskveiðifloti Evrópusambandsins myndi geta veitt í íslenskri lögsögu“ ef við gengjum í ESB. Málflutningur af þessu tagi heyrist oft þegar umræðan um mögulega aðild Íslands að ESB kemur upp en í raun er einungis um að ræða hræðsluáróður með þann eina tilgang að kæfa alla málefnalega umræðu um ESB í fæðingu. Ástæðan fyrir því virðist einfaldlega vera sú að þau sem tala á þessum nótum treysta ekki þjóðinni fyrir að taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og Viðreisn hefur lagt til inni á þingi. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Sjávarútvegur er ein mikilvægasta atvinnugrein okkar Íslendinga, bæði efnahagslega og menningarlega, og þess vegna fullkomlega rökrétt að hún taki mikið pláss í allri umræðu um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er hins vegar mikilvægt að staðreyndum sé haldið á lofti þannig að umræðan stýrist ekki alfarið af ósannindum og hræðsluáróðri. Ég ætla þess vegna að stikla á stóru um sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og af hverju ég tel þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks fara ansi frjálslega í að túlka hana og draga í kjölfarið vafasamar ályktanir sem notaðar eru sem heilagur sannleikur og leiddar fram sem helstu rök þeirra gegn Evrópusambandsaðild Íslendinga. Sjálfbærni og aukin verðmætasköpun Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB (Common Fisheries Policy eða CFP) var mótuð á áttunda áratug síðustu aldar og var sett á laggirnar af góðum og gildum ástæðum. 22 af 27 ríkjum Evrópusambandsins hafa aðgang að sjó og deila mörg þeirra litlum hafsvæðum þar sem fiskistofnar kæra sig lítið um þær alþjóðareglur sem skilgreina efnahagslögsögur einstakra ríkja. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er því fyrst og fremst að ríki sambandsins sameini krafta sína í rannsóknum og reglusetningu til að tryggja sjálfbæra nýtingu hafsauðlinda, aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi og forðast það sem auðlindahagfræðingar kalla „harmleik almenninganna“ (e. tragedy of the commons). Sambandið kemur sér saman um hversu mikið megi veiða af sérhverjum stofni í sérhverju svæði evrópsku lögsögunnar yfir tiltekið tímabil. Í kjölfarið er sérhverju ríki úthlutað hlutfalli af þeim veiðiheimildum samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika sem grundvallast á veiðireynslu þess ríkis á svæðinu. Það þýðir einfaldlega að ef það er til dæmis engin söguleg reynsla af hollenskum og grískum sjómönnum að sækja í sömu sjávarauðlindirnar á sömu svæðum, með tilheyrandi fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu, þá fá þessi tvö ríki ekki úthlutað veiðiheimildum á sama svæði. Nokkuð rökrétt. Íslendingar áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum Ef íslensk lögsaga yrði hluti af þeirri evrópsku með aðild Íslands að ESB myndu Íslendingar, samkvæmt þessu fyrirkomulagi, áfram hafa full yfirráð yfir veiðiheimildum á íslenskum miðum enda höfum við sjálf alfarið ráðið og veitt hér í bráðum hálfa öld. Þá ber einnig að nefna að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins tekur ekki til þess hvernig ríki skuli úthluta aflaheimildum til sjávarútvegsfyrirtækja og taka gjald fyrir nýtinguna. Sem aðildarríki Evrópusambandsins gætum við því haldið áfram að rífast og þræta um kvótakerfið eins og við viljum, þó framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi ýjað að öðru í skrifum sínum fyrr í sumar. Sumir gætu spurt hvort við værum þá engu að síður að færa ákvörðunarvaldið yfir því hversu mikið Íslendingar mega veiða frá Hafrannsóknarstofnun og íslenskum ráðuneytum yfir til Brussel? Fátt bendir til þess þar sem sameiginlega sjávarútvegsstefnan reiðir sig á sérfræðinga og rannsóknir frá sérhverju svæði þar sem úthluta á aflaheimildum. Engar stofnanir innan ESB væru því betur til þess fallnar að ákvarða hvað telst til sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda á íslenskum miðum en þeir íslensku aðilar sem hafa sinnt því hlutverki í áraraðir með góðum árangri. Þegar um er að ræða flökkustofna, eins og til dæmis makríl, hefur sagan sýnt okkur að það reynist öllum aðilum farsælast að semja jafnvel þegar íslenskir og erlendir sérfræðingar kunna að vera ósammála um hvað telst til sjálfbærra veiða. Má því búast við lítilli breytingu þar á ef Ísland gengur í ESB en sama hvort við erum hluti af sambandinu eða stöndum utan þess þá munum við áfram þurfa að semja við okkar nágrannaþjóðir um aflamark fyrir tiltekna stofna. Vafamál útkljáð í aðildarviðræðum Ég fullyrði ekki að sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins sé fullkomin enda hefur hún hlotið réttmæta gagnrýni innan úr sambandinu og verið í stöðugri endurskoðun síðan hún var fyrst sett á laggirnar. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist um að ESB hafi ekki tekist nógu vel að koma í veg fyrir ofveiði og brottkast. Sömuleiðis fullyrði ég ekki að það sé nákvæmlega vitað hvaða áhrif stefnan myndi hafa á íslenskan sjávarútveg. En til þess eru einmitt aðildarviðræðurnar, þar sem við fáum tækifæri til að útkljá vafamál og fá svör við þeim spurningum sem skipta okkur Íslendinga mestu máli. Seinast þegar við gengum til aðildarviðræðna við Evrópusambandið var þeim slitið áður en sjávarútvegurinn var tekinn fyrir og er öllum spurningum sem honum tengjast því enn ósvarað. En þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks virðast hafa ákveðið hvaða svör við munum fá og hafa engan áhuga á að heyra hvað þjóðin vill. Fordæmi eru nefnilega fyrir því að við setningu sameiginlegra laga sé tekið sérstaklega tillit til aðildarríkja sem hafa mikilla hagsmuna að gæta í tilteknum atvinnugreinum. Þegar kemur að sjávarútvegi hefur ekki verið reynt almennilega á það enda er ekkert aðildarríki þar sem sjávarútvegur skipar jafn stóran sess í efnahagslífi landsins og hér á Íslandi. Það sem kemst næst því eru reglur sem sérsníðnar voru að þörfum Möltu þegar samið var um inngöngu þeirra í sambandið. Þrátt fyrir allt þetta velja ESB andstæðingar á Íslandi að nota sjávarútveginn sem eitt af sínum helstu ástæðum fyrir því að leyfa ekki einu sinni þjóðinni að kjósa um framtíð aðildarviðræðanna, þegar um er að ræða margt annað sem aðild að Evrópusambandinu gæti fært okkur, íslenskum heimilum og fyrirtækjum til bóta. Rök sem halda ekki vatni Að öllu ofangreindu má því sjá að það heldur hreinlega ekki vatni að ætla að nota sameiginlega sjávarútvegsstefnuna sem rök gegn því að treysta þjóðinni til þess að kjósa um áframhaldandi viðræður um aðild Íslands að ESB. Ekkert bendir til þess að niðurstaða þeirra viðræðna verði samningur sem leggur niður Hafró, Fiskistofu og kvótakerfið og veitir spænskum, frönskum og írskum togurum óheftan aðgang að íslenskum fiskimiðum, nema íslensk stjórnvöld óski sérstaklega eftir því. Ég skal þó lofa bæði Guðlaugi og Birgi því að ef það yrði niðurstaðan í aðildarsamningi verð ég sá fyrsti til að mæta og kjósa nei í endanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Höfundur er háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
„Sameiginleg sjávarútvegsstefna heitir sameiginleg sjávarútvegsstefna af því að hún er sameiginleg.“ Þessi fleygu orð lét Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra falla á Alþingi í vor þegar umræða fór fram um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frumkvæði þingflokks Viðreisnar. Rauði þráðurinn í málflutningi ráðherra var sá að það væri óðs manns æði fyrir Íslendinga að ganga í ESB meðal annars vegna þess að við myndum þá missa yfirráðin yfir sjávarútvegsmálum Íslands til Brussel. Þingmenn Miðflokksins tóku í sama streng og fullyrti meðal annars Birgir Þórarinsson að „fiskveiðifloti Evrópusambandsins myndi geta veitt í íslenskri lögsögu“ ef við gengjum í ESB. Málflutningur af þessu tagi heyrist oft þegar umræðan um mögulega aðild Íslands að ESB kemur upp en í raun er einungis um að ræða hræðsluáróður með þann eina tilgang að kæfa alla málefnalega umræðu um ESB í fæðingu. Ástæðan fyrir því virðist einfaldlega vera sú að þau sem tala á þessum nótum treysta ekki þjóðinni fyrir að taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og Viðreisn hefur lagt til inni á þingi. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Sjávarútvegur er ein mikilvægasta atvinnugrein okkar Íslendinga, bæði efnahagslega og menningarlega, og þess vegna fullkomlega rökrétt að hún taki mikið pláss í allri umræðu um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er hins vegar mikilvægt að staðreyndum sé haldið á lofti þannig að umræðan stýrist ekki alfarið af ósannindum og hræðsluáróðri. Ég ætla þess vegna að stikla á stóru um sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og af hverju ég tel þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks fara ansi frjálslega í að túlka hana og draga í kjölfarið vafasamar ályktanir sem notaðar eru sem heilagur sannleikur og leiddar fram sem helstu rök þeirra gegn Evrópusambandsaðild Íslendinga. Sjálfbærni og aukin verðmætasköpun Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB (Common Fisheries Policy eða CFP) var mótuð á áttunda áratug síðustu aldar og var sett á laggirnar af góðum og gildum ástæðum. 22 af 27 ríkjum Evrópusambandsins hafa aðgang að sjó og deila mörg þeirra litlum hafsvæðum þar sem fiskistofnar kæra sig lítið um þær alþjóðareglur sem skilgreina efnahagslögsögur einstakra ríkja. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er því fyrst og fremst að ríki sambandsins sameini krafta sína í rannsóknum og reglusetningu til að tryggja sjálfbæra nýtingu hafsauðlinda, aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi og forðast það sem auðlindahagfræðingar kalla „harmleik almenninganna“ (e. tragedy of the commons). Sambandið kemur sér saman um hversu mikið megi veiða af sérhverjum stofni í sérhverju svæði evrópsku lögsögunnar yfir tiltekið tímabil. Í kjölfarið er sérhverju ríki úthlutað hlutfalli af þeim veiðiheimildum samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika sem grundvallast á veiðireynslu þess ríkis á svæðinu. Það þýðir einfaldlega að ef það er til dæmis engin söguleg reynsla af hollenskum og grískum sjómönnum að sækja í sömu sjávarauðlindirnar á sömu svæðum, með tilheyrandi fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu, þá fá þessi tvö ríki ekki úthlutað veiðiheimildum á sama svæði. Nokkuð rökrétt. Íslendingar áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum Ef íslensk lögsaga yrði hluti af þeirri evrópsku með aðild Íslands að ESB myndu Íslendingar, samkvæmt þessu fyrirkomulagi, áfram hafa full yfirráð yfir veiðiheimildum á íslenskum miðum enda höfum við sjálf alfarið ráðið og veitt hér í bráðum hálfa öld. Þá ber einnig að nefna að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins tekur ekki til þess hvernig ríki skuli úthluta aflaheimildum til sjávarútvegsfyrirtækja og taka gjald fyrir nýtinguna. Sem aðildarríki Evrópusambandsins gætum við því haldið áfram að rífast og þræta um kvótakerfið eins og við viljum, þó framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi ýjað að öðru í skrifum sínum fyrr í sumar. Sumir gætu spurt hvort við værum þá engu að síður að færa ákvörðunarvaldið yfir því hversu mikið Íslendingar mega veiða frá Hafrannsóknarstofnun og íslenskum ráðuneytum yfir til Brussel? Fátt bendir til þess þar sem sameiginlega sjávarútvegsstefnan reiðir sig á sérfræðinga og rannsóknir frá sérhverju svæði þar sem úthluta á aflaheimildum. Engar stofnanir innan ESB væru því betur til þess fallnar að ákvarða hvað telst til sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda á íslenskum miðum en þeir íslensku aðilar sem hafa sinnt því hlutverki í áraraðir með góðum árangri. Þegar um er að ræða flökkustofna, eins og til dæmis makríl, hefur sagan sýnt okkur að það reynist öllum aðilum farsælast að semja jafnvel þegar íslenskir og erlendir sérfræðingar kunna að vera ósammála um hvað telst til sjálfbærra veiða. Má því búast við lítilli breytingu þar á ef Ísland gengur í ESB en sama hvort við erum hluti af sambandinu eða stöndum utan þess þá munum við áfram þurfa að semja við okkar nágrannaþjóðir um aflamark fyrir tiltekna stofna. Vafamál útkljáð í aðildarviðræðum Ég fullyrði ekki að sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins sé fullkomin enda hefur hún hlotið réttmæta gagnrýni innan úr sambandinu og verið í stöðugri endurskoðun síðan hún var fyrst sett á laggirnar. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist um að ESB hafi ekki tekist nógu vel að koma í veg fyrir ofveiði og brottkast. Sömuleiðis fullyrði ég ekki að það sé nákvæmlega vitað hvaða áhrif stefnan myndi hafa á íslenskan sjávarútveg. En til þess eru einmitt aðildarviðræðurnar, þar sem við fáum tækifæri til að útkljá vafamál og fá svör við þeim spurningum sem skipta okkur Íslendinga mestu máli. Seinast þegar við gengum til aðildarviðræðna við Evrópusambandið var þeim slitið áður en sjávarútvegurinn var tekinn fyrir og er öllum spurningum sem honum tengjast því enn ósvarað. En þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks virðast hafa ákveðið hvaða svör við munum fá og hafa engan áhuga á að heyra hvað þjóðin vill. Fordæmi eru nefnilega fyrir því að við setningu sameiginlegra laga sé tekið sérstaklega tillit til aðildarríkja sem hafa mikilla hagsmuna að gæta í tilteknum atvinnugreinum. Þegar kemur að sjávarútvegi hefur ekki verið reynt almennilega á það enda er ekkert aðildarríki þar sem sjávarútvegur skipar jafn stóran sess í efnahagslífi landsins og hér á Íslandi. Það sem kemst næst því eru reglur sem sérsníðnar voru að þörfum Möltu þegar samið var um inngöngu þeirra í sambandið. Þrátt fyrir allt þetta velja ESB andstæðingar á Íslandi að nota sjávarútveginn sem eitt af sínum helstu ástæðum fyrir því að leyfa ekki einu sinni þjóðinni að kjósa um framtíð aðildarviðræðanna, þegar um er að ræða margt annað sem aðild að Evrópusambandinu gæti fært okkur, íslenskum heimilum og fyrirtækjum til bóta. Rök sem halda ekki vatni Að öllu ofangreindu má því sjá að það heldur hreinlega ekki vatni að ætla að nota sameiginlega sjávarútvegsstefnuna sem rök gegn því að treysta þjóðinni til þess að kjósa um áframhaldandi viðræður um aðild Íslands að ESB. Ekkert bendir til þess að niðurstaða þeirra viðræðna verði samningur sem leggur niður Hafró, Fiskistofu og kvótakerfið og veitir spænskum, frönskum og írskum togurum óheftan aðgang að íslenskum fiskimiðum, nema íslensk stjórnvöld óski sérstaklega eftir því. Ég skal þó lofa bæði Guðlaugi og Birgi því að ef það yrði niðurstaðan í aðildarsamningi verð ég sá fyrsti til að mæta og kjósa nei í endanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Höfundur er háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar