Innlent

Fluttur á Landspítala eftir hópárás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð á vettvang rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi þegar tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni. Þar hafði hópur manna ráðist á mann, með þeim afleiðingum að hann verkjaði um allan líkamann.

Þolandinn var fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið en gerendurnir voru á brott þegar lögregla mætti á svæðið.

Um kvöldmatarleytið stöðvaði lögregla bifreið þar sem farþegar voru of margir. „Umframfarþegin“ var sjö ára barn, sem sat án öryggisbúnaðar í fangi farþega í framsætinu. Skýrsla var rituð um málið og tilkynning send barnavernd.

Rétt fyrir kl. 2 í nótt voru tveir menn handteknir í póstnúmerinu 105 grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.

Fjórir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×