Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2021 09:33 Vegasamgöngur eru stærsta losunaruppspretta gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. Nú er því spáð að farið verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C strax á næsta áratug í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Í skýrslunni er kveðið fastar að orði um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga en í þeirri síðustu sem kom út árið 2014. Meiri vissa er nú fyrir því að rísandi meðalhita jarðar fylgi meiri veðuröfgar: ákafari úrkoma, tíðari og heitari hitabylgjur og alvarlegri þurrkar svo eitthvað sé nefnt. Í yfirlýsingu sem Landvernd sendi frá sér í dag segir að skýrt sé að stjórnmálafólk og þjóðarleiðtogar síðustu áratuga hafi brugðist, þar á meðal hér á landi. „Á Íslandi hefur seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi/ábyrgðarfirring vegna smæðar landsins og sérhagsmunir verið ríkjandi yfirbragð stjórnvalda í loftslagsmálum. Að mati Landverndar er löngu tímabært að bregðast við í samræmi við þann mikla vanda sem við blasir,“ segir í henni. Þó að það sé fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi lagt fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Önnur Norðurlönd hafi þó meira eða minna verið með slíkar fjármagnaðar áætlanir í næstum tvo áratugi. „Ísland hefur þannig lengi verið eftirbátur nágrannalandanna í loftslagsmálum og núverandi aðgerðaráætlun er ekki nógu markviss, ekki nógu vel fjármögnuð, nær ekki til annara stefna stjórnvalda, né er hún nægjanlega róttæk til þess að ná nauðsynlegum árangri og þeim viðsnúningi í losun Íslands sem nauðsynlegur er,“ segir Landvernd. Mikil losun á hvern íbúa á Íslandi Ísland beri sérstaklega mikla ábyrgð þar sem losun gróðurhúsalofttegunda hér sé ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi, um 14-20 tonn á hvern íbúa á ári. Til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins þurfi losun á hvern jarðarbúa að vera innan við fjögur tonn á ári. Leggur Landvernd til tíu aðgerðir sem grípa verður til strax á Íslandi: 1. Lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar og að loftslagsmál verði rauður þráður í allri stefnumótun stjórnvalda og ekki sér aðskildur málaflokkur 2. Umskipti í matvælaframleiðslu og styrkjakerfi í landbúnaði til að styrkja loftslagsvænni matvælaframleiðslu og draga úr matarsóun 3. Gjald á alla losunarvalda frá 2022 og það hækkað í skrefum í samræmi við ábendingar OECD 4. Bættar almenningssamgöngur í öllum landshlutum og á milli landshluta, og gangandi og hjólandi vegfarendur í forgangi í fjármögnun og stefnumótun í samgöngumálum 5. Skýr stefna um Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2035 og hætta innflutningi á bensín og díselbílum frá 2023 6. Bann við urðun úrgangs og bættur farvegur fyrir nýtingu metans 7. Bætt kortlagning á losun frá, og hröð útfösun F- gasa 8. Skýrar lögfestar skyldur á lífeyrissjóði um loftslagsvænar fjárfestingar frá janúar 2022 9. Hröð endurheimt allra framræstra votlenda sem ekki eru nýtt undir tún eða önnur mannvirki 10. Virðisaukaskattur á viðgerðum felldur niður til þess að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Nú er því spáð að farið verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C strax á næsta áratug í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Í skýrslunni er kveðið fastar að orði um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga en í þeirri síðustu sem kom út árið 2014. Meiri vissa er nú fyrir því að rísandi meðalhita jarðar fylgi meiri veðuröfgar: ákafari úrkoma, tíðari og heitari hitabylgjur og alvarlegri þurrkar svo eitthvað sé nefnt. Í yfirlýsingu sem Landvernd sendi frá sér í dag segir að skýrt sé að stjórnmálafólk og þjóðarleiðtogar síðustu áratuga hafi brugðist, þar á meðal hér á landi. „Á Íslandi hefur seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi/ábyrgðarfirring vegna smæðar landsins og sérhagsmunir verið ríkjandi yfirbragð stjórnvalda í loftslagsmálum. Að mati Landverndar er löngu tímabært að bregðast við í samræmi við þann mikla vanda sem við blasir,“ segir í henni. Þó að það sé fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi lagt fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Önnur Norðurlönd hafi þó meira eða minna verið með slíkar fjármagnaðar áætlanir í næstum tvo áratugi. „Ísland hefur þannig lengi verið eftirbátur nágrannalandanna í loftslagsmálum og núverandi aðgerðaráætlun er ekki nógu markviss, ekki nógu vel fjármögnuð, nær ekki til annara stefna stjórnvalda, né er hún nægjanlega róttæk til þess að ná nauðsynlegum árangri og þeim viðsnúningi í losun Íslands sem nauðsynlegur er,“ segir Landvernd. Mikil losun á hvern íbúa á Íslandi Ísland beri sérstaklega mikla ábyrgð þar sem losun gróðurhúsalofttegunda hér sé ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi, um 14-20 tonn á hvern íbúa á ári. Til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins þurfi losun á hvern jarðarbúa að vera innan við fjögur tonn á ári. Leggur Landvernd til tíu aðgerðir sem grípa verður til strax á Íslandi: 1. Lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar og að loftslagsmál verði rauður þráður í allri stefnumótun stjórnvalda og ekki sér aðskildur málaflokkur 2. Umskipti í matvælaframleiðslu og styrkjakerfi í landbúnaði til að styrkja loftslagsvænni matvælaframleiðslu og draga úr matarsóun 3. Gjald á alla losunarvalda frá 2022 og það hækkað í skrefum í samræmi við ábendingar OECD 4. Bættar almenningssamgöngur í öllum landshlutum og á milli landshluta, og gangandi og hjólandi vegfarendur í forgangi í fjármögnun og stefnumótun í samgöngumálum 5. Skýr stefna um Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2035 og hætta innflutningi á bensín og díselbílum frá 2023 6. Bann við urðun úrgangs og bættur farvegur fyrir nýtingu metans 7. Bætt kortlagning á losun frá, og hröð útfösun F- gasa 8. Skýrar lögfestar skyldur á lífeyrissjóði um loftslagsvænar fjárfestingar frá janúar 2022 9. Hröð endurheimt allra framræstra votlenda sem ekki eru nýtt undir tún eða önnur mannvirki 10. Virðisaukaskattur á viðgerðum felldur niður til þess að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins
Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01