Kröfu Britney um að flýta réttarhöldum um forræði hennar hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2021 11:02 Jamie Spears hefur farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Þau eiga nú í baráttu fyrir dómstólum um forræðið. EPA/ETIENNE LAURENT Beiðni tónlistarkonunnar Britney Spears um að réttarhöldum um forræði föður hennar yfir hennar málefnum hefur verið hafnað. Dómari úrskurðaði í gær að réttarhöldin muni hefjast þann 29. september, eins og áður stóð til. Dómarinn færði ekki rök fyrir ákvörðun sinni, samkvæmt frétt Variety. Jamie Spears hefur farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Þau eiga nú í baráttu fyrir dómstólum um forræðið. Dómstóll skipað nýverið sérfræðing til að halda utan um líf Britney á meðan Jaime fer enn með forræði fjármála hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en án mikils árangurs hingað til. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því fyrir helgi að Jamie hefði sagt dómara að engin ástæða væri fyrir því að fella niður forræði hans yfir dóttur sinni. Hann sagði einnig að Jodi Montgomery, áður nefndur sérfræðingur, hafi hringt í sig nýverið og lýst yfir áhyggjum af geðheilsu Briteny. Því mótmælti Motgomery harðlega og sagði í yfirlýsingu að það væri forræði hans yfir Britney sem væri að valda henni andlegum skaða. Montgomery sagð rétt að hún hafi rætt geðheilsu Britney við föður hennar. Hún telji hins vegar að það sé hann og forræði hans yfir dóttur sinni sem sé að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu Britney. Þá lagði hún til að fella ætti forræðið niður, eins og hún hefur gert áður. Mathew Rosengart, nýr lögmaður Britney, hafði farið fram á að réttarhöldunum yrði flýtt á þeim grundvelli að hver dagur væri mikilvægur. Að á hverjum degi sem Jamie færi með fjárræði hennar, væri Britney í uppnámi og tapaði svefni. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Dómarinn færði ekki rök fyrir ákvörðun sinni, samkvæmt frétt Variety. Jamie Spears hefur farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Þau eiga nú í baráttu fyrir dómstólum um forræðið. Dómstóll skipað nýverið sérfræðing til að halda utan um líf Britney á meðan Jaime fer enn með forræði fjármála hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en án mikils árangurs hingað til. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því fyrir helgi að Jamie hefði sagt dómara að engin ástæða væri fyrir því að fella niður forræði hans yfir dóttur sinni. Hann sagði einnig að Jodi Montgomery, áður nefndur sérfræðingur, hafi hringt í sig nýverið og lýst yfir áhyggjum af geðheilsu Briteny. Því mótmælti Motgomery harðlega og sagði í yfirlýsingu að það væri forræði hans yfir Britney sem væri að valda henni andlegum skaða. Montgomery sagð rétt að hún hafi rætt geðheilsu Britney við föður hennar. Hún telji hins vegar að það sé hann og forræði hans yfir dóttur sinni sem sé að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu Britney. Þá lagði hún til að fella ætti forræðið niður, eins og hún hefur gert áður. Mathew Rosengart, nýr lögmaður Britney, hafði farið fram á að réttarhöldunum yrði flýtt á þeim grundvelli að hver dagur væri mikilvægur. Að á hverjum degi sem Jamie færi með fjárræði hennar, væri Britney í uppnámi og tapaði svefni.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira