Vyakhireva leikur í stöðu hægri skyttu og spilar með Rostov-Don í heimalandinu. Hún hefur leikið með rússneska landsliðinu frá árinu 2013 og skorað 470 mörk í 105 leikjum. Vyakhireva átti stóran þátt í því að Rússland, eða ROC – lið Ólympíunefndar Rússlands – komst alla leið í úrslit leikanna í Tókýó.
Eftir fimm marka tap Rússlands, 25-30, var Vyakhireva valin besti leikmaður mótsins. Hún var einnig valin best þegar Rússar hrósuðu sigri á leikunum í Ríó árið 2016. Það kom því öllum á óvart er Vyakhireva lýsti yfir að hún væri hætt að spila handbolta.
Skyttan öfluga hefur verið að glíma við meiðsli og var mikið niðri fyrir eftir sárt tap. Hún vonast til þess að félag hennar gefi henni leyfi til þess að taka sér allavega langt frí frá keppni en verandi samningsbundin þá mun hún spila ef Rostov-Don krefst þess.
Anna sagði eftir að leik að vegna meiðslanna gæti hún ekki beitt sér af fullum krafti. Það hafi dregið úr henni vilja þar sem hún sé keppnismanneskja og hafi lítinn áhuga á að spila ef hún á ekki möguleika á að vera upp á sitt besta.