Telur að lykkja á línu John Snorra hafi reynst örlagarík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 11:36 John Snorri Sigurjónsson (f.m.) með feðgunum Ali (t.v.) og Sajid Sadpara. Ali lést einnig á fjallinu. Elia Saikaly Úkraínski fjallgöngugarpurinn Valentyn Sypavin telur að John Snorri Sigurjónsson hafi lent í eins konar sjálfheldu eftir að línan sem hann hékk í á niðurleið niður K2 hafi verið föst í lykkju. Hann telur ólíklegt að John Snorri hafi haft þrek til þess að koma sér úr þessum aðstæðum. Sypavin greinir frá þessu í færslu á vef Explorers Web, þar sem hann reynir að varpa ljósi á það hvað varð til þess að John Snorri, liðsfélagi hans Ali Sadpari og fjallgöngumaðurinn Juan Pablo Mohr létust á K2, næsthæsta fjalli heims, í febrúar. Hann segir að svara þurfi þeirri spurningu hvort að John Snorri og félagar hafi komist upp á topp K2 eða ekki, auk þess sem að varpa þurfi á ljósi hvað hafi gerst á niðurleiðinni. Segir Sypavin að augljóst sé að þeir hafi verið á niðurleið. Í færslunni segist hann hafa klifrað upp að líkum Johns Snorra, Sadpari og Mohr til þess að reyna að finna svör við þessum spurningum. Segir Sypavin að John Snorri hafi verið tengdur við líflínu sem hafi verið fest við fastalínu sem hafi verið komið fyrir á leiðinni upp tindinn. Á leiðinni niður hafi fasta línan flækst í snjóakkeri og myndað lykkju, sem hafi orðið til þess að John Snorri sat fastur. Telur Sypavin líklegt að John Snorri hafi annað hvort ekki áttað sig á þessu, eða að hann hafi ekki haft þrek til þess að koma sér út úr aðstæðunum, enda hafi hann þurft að klifra upp um þrjá metra með því að nota tærnar á ísbroddum sínum, sem hefði reynst afar erfitt. Sjálfur spyr Sypavin sig hvort að þeir hafi náð toppi fjallsins. Hann virðist þó ekki hafa svarið við þeirri spurningu en ljóst sé að mögulega geti ljósmyndir og myndbönd sem leynist í búnaði sem endurheimtur hafi verið, geti varpað ljósi á það. Lesa má færslu Sypavin hér. Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20 Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Sypavin greinir frá þessu í færslu á vef Explorers Web, þar sem hann reynir að varpa ljósi á það hvað varð til þess að John Snorri, liðsfélagi hans Ali Sadpari og fjallgöngumaðurinn Juan Pablo Mohr létust á K2, næsthæsta fjalli heims, í febrúar. Hann segir að svara þurfi þeirri spurningu hvort að John Snorri og félagar hafi komist upp á topp K2 eða ekki, auk þess sem að varpa þurfi á ljósi hvað hafi gerst á niðurleiðinni. Segir Sypavin að augljóst sé að þeir hafi verið á niðurleið. Í færslunni segist hann hafa klifrað upp að líkum Johns Snorra, Sadpari og Mohr til þess að reyna að finna svör við þessum spurningum. Segir Sypavin að John Snorri hafi verið tengdur við líflínu sem hafi verið fest við fastalínu sem hafi verið komið fyrir á leiðinni upp tindinn. Á leiðinni niður hafi fasta línan flækst í snjóakkeri og myndað lykkju, sem hafi orðið til þess að John Snorri sat fastur. Telur Sypavin líklegt að John Snorri hafi annað hvort ekki áttað sig á þessu, eða að hann hafi ekki haft þrek til þess að koma sér út úr aðstæðunum, enda hafi hann þurft að klifra upp um þrjá metra með því að nota tærnar á ísbroddum sínum, sem hefði reynst afar erfitt. Sjálfur spyr Sypavin sig hvort að þeir hafi náð toppi fjallsins. Hann virðist þó ekki hafa svarið við þeirri spurningu en ljóst sé að mögulega geti ljósmyndir og myndbönd sem leynist í búnaði sem endurheimtur hafi verið, geti varpað ljósi á það. Lesa má færslu Sypavin hér.
Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20 Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20
Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11
Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50