Viðskipti innlent

Kynntist félaginu sem bankastarfsmaður og tekur við sem framkvæmdastjóri

Eiður Þór Árnason skrifar
Magnús segist vera spenntur fyrir því að taka við stjórnartaumunum.
Magnús segist vera spenntur fyrir því að taka við stjórnartaumunum. Aðsend

Magnús Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferro Zink hf. og mun hefja störf um miðjan ágúst. Hann er viðskiptafræðingur að mennt en hefur auk þess lokið PMD stjórnendanámi frá HR. 

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Magnús hafi víðtæka reynslu af rekstri og fjárfestingum. Hefur hann meðal annars starfað sem umdæmisstjóri VÍS, útibússtjóri hjá Landsbankanum, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Landsbankans, verkefnastjóri fjárfestinga hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og sinnt ráðgjafarstörfum og stjórnarsetu.

Ferro Zink er með höfuðstöðvar á Akureyri og veitir margþætta þjónustu á sviði framleiðslu, stálsölu, zinkhúðunar, sandblásturs og verslunar. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns á Akureyri og í starfsstöð félagsins í Hafnarfirði.

„Ég er spenntur að hefja störf hjá Ferro Zink, enda um rótgróið og gott fyrirtæki að ræða. Ég kynntist félaginu á sínum tíma þegar ég var viðskiptastjóri þess hjá Landsbankanum og hef ávallt fylgst með framgangi þess síðan. Það verður skemmtileg áskorun að fá að leiða öflugan hóp starfsmanna Ferro Zink til framtíðar,“ er haft eftir Magnúsi.

Magnús er í sambúð með Sigurrósu Jakobsdóttur, starfsmanni Þekkingar hf, og eiga þau tvo syni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×