Áhyggjufull vegna loftslagsbreytinga: „Aumingja barnabarnabarnabörnin mín“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2021 19:38 Fólk sem fréttastofa ræddi við hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. visir Fólk sem fréttastofa ræddi við hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. Sumir telja ríkisstjórnina ekki gera nóg og ein óttast að barnabarnabarnabörnin muni eiga slæma tíma á jörðinni. Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Fréttastofa leit við í Nauthólsvík í dag og ræddi við fólk um hlýnun jarðar. Mesta vá sem komið hefur upp hjá mannkyninu Hefur þú áhyggjur af loftslagshlýnuninni? „Já það gera örugglega allir. Bráðnun jökla, jöklarnir hopa. Maður sér alveg muninn. Þó að ég sé bara rúmlega sextug þá sé ég muninn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. „Já að sjálfsögðu geri ég það. Þetta er mesta vá sem hefur komið upp hjá mannkyninu og hún er af mannavöldum segja vísindamenn og ég trúi þeim,“ sagði Ólafur Hinrik Ragnarsson. Finnst þér stjórnvöld gera nóg til þess að bregðast við þessari vá? „Ég veit ekki hvort ég hafi einhverja skoðun á því,“ sagði Kristín. „Nei en ég gæti líka staðið mig betur líka, svona yfir höfuð,“ sagði Sigurður Páll Pálsson. „Ja þau mega gera betur, töluvert meira,“ sagði Ólafur Hinrik. Hugsar til barnabarnabarnabarnanna Hefur þú áhyggjur fyrir komandi kynslóðir? „Ég verð náttúrulega farin þá en aumingja barnabarnabarnabörnin mín. Þau eiga ekki góðan tíma ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Kristín. Leggur þú eitthvað að mörkum? „Ekki af viti. Það er líka bara svo lítið sem ég get gert. Bara dropi í hafið,“ sagði Jón Rafn Hjálmarsson. „Já ég flokka allan úrgang, hjóla eins mikið og ég get og nota bílinn eins lítið og ég get,“ sagði Ólafur Hinrik. „Þetta snýst allt um peninga. Það er ekkert verið að pæla í því að redda sjónum eða jöklum. Það er bara money, money, money,“ sagði Jón Rafn. Loftslagsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Fréttastofa leit við í Nauthólsvík í dag og ræddi við fólk um hlýnun jarðar. Mesta vá sem komið hefur upp hjá mannkyninu Hefur þú áhyggjur af loftslagshlýnuninni? „Já það gera örugglega allir. Bráðnun jökla, jöklarnir hopa. Maður sér alveg muninn. Þó að ég sé bara rúmlega sextug þá sé ég muninn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. „Já að sjálfsögðu geri ég það. Þetta er mesta vá sem hefur komið upp hjá mannkyninu og hún er af mannavöldum segja vísindamenn og ég trúi þeim,“ sagði Ólafur Hinrik Ragnarsson. Finnst þér stjórnvöld gera nóg til þess að bregðast við þessari vá? „Ég veit ekki hvort ég hafi einhverja skoðun á því,“ sagði Kristín. „Nei en ég gæti líka staðið mig betur líka, svona yfir höfuð,“ sagði Sigurður Páll Pálsson. „Ja þau mega gera betur, töluvert meira,“ sagði Ólafur Hinrik. Hugsar til barnabarnabarnabarnanna Hefur þú áhyggjur fyrir komandi kynslóðir? „Ég verð náttúrulega farin þá en aumingja barnabarnabarnabörnin mín. Þau eiga ekki góðan tíma ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Kristín. Leggur þú eitthvað að mörkum? „Ekki af viti. Það er líka bara svo lítið sem ég get gert. Bara dropi í hafið,“ sagði Jón Rafn Hjálmarsson. „Já ég flokka allan úrgang, hjóla eins mikið og ég get og nota bílinn eins lítið og ég get,“ sagði Ólafur Hinrik. „Þetta snýst allt um peninga. Það er ekkert verið að pæla í því að redda sjónum eða jöklum. Það er bara money, money, money,“ sagði Jón Rafn.
Loftslagsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent