Sport

Dagskráin í dag: Mjólkurbikarinn og Ofurbikarinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea sigraði Meistaradeild Evrópu í vor og mætir því sigurvegurum Evrópudeildarinnar, Villareal, í Ofurbikarnum.
Chelsea sigraði Meistaradeild Evrópu í vor og mætir því sigurvegurum Evrópudeildarinnar, Villareal, í Ofurbikarnum. Alex Caparros - UEFA/Anadolu Agency via Getty Images

Það eru þrír fótboltaleikir á dagskrá sportstöðva okkar í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Mjólkurbikar karla og Chelsea mætir Villareal í Ofurbikarnum.

Í fyrsta leik dagsins tekur Keflavík á móti KA klukkan 16:50 á Stöð 2 Sport þegar að 16-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum halda áfram.

Seinni leikurinn sem sýndur er í Mjólkurbikarnum er viðureign Fylkis og Hauka í Árbænum, en útsending þaðan hefst klukkan 20:05 á Stöð 2 Sport.

Í millitíðinni, eða klukkan 18:45, hefst útsending frá leik Chelsea og Villareal. Chelsea sigraði Meistaradeidlina í vor og Villareal fór með sigur af hólmi í Evrópudeildinni, og nú mætast liðin í Ofurbikarnu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×