Að ræna komandi kynslóðir Guðbrandur Einarsson skrifar 11. ágúst 2021 09:31 Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skattar og tollar Lífeyrissjóðir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun