„Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 12:00 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir ferðamenn finna fyrir mikilli óvissu vegna aðgerða á landamærum. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. „Það ber á því að það er ákveðið kaos í flugstöðinni. Fólk er hreinlega að komast í gegn án þess að framvísa þessum prófum þannig að okkur finnst þetta skapa óþarfa ringulreið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Mikil örtröð hefur verið í komusalnum í Leifstöð undanfarið og borið á hægagangi þar sem ferðamenn framvísa covid-vottorðum. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir ekkert í því hægt að gera. „Kannski til að byrja, þá er þetta yfir mjög afmarkaðan tíma dagsins sem raðirnar eru að myndast þegar mikið af flugvélum eru að lenda á sama tíma og meðan ferlið og reglurnar eru eins og þær eru af hálfu sóttvarnayfirvalda er bara ofboðslega lítið hægt að gera. Það er búið að taka alla þá fermetra sem eru í boði,“ sagði Guðmundur Daði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birgir kallar eftir því að reglur verði gerðar skýrari og gagnrýnir að farþegum úr sitt hvorri áttinni sé blandað saman í komusal. „Það gengur ekki að einhver farþegi sem er búinn að leggja í kostnað við að fara í tiltekin próf og framvísa þeim við byrðingu í flugvélina erlendis komi svo til Íslands og standi í hópi með þúsundum manna sem eru að koma með öðru flugfélagi sem er ekki búið að þurfa að framvísa þessum prófum.“ Hann segir bera á ósamstöðu í kerfinu. Óvissan geri ekkert nema skapa óreiðu og ósamstöðu. „Það vantar að einhver taki boltann. Hver er í forsvari fyrir þetta? lögreglan á flugvellinum virðist ekki vita neitt, Isavia virðist ekki vita neitt. Maður skynjar einhverja ósamstöðu í kerfinu á milli ráðuneytis og almannavarna,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Play Tengdar fréttir Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10. ágúst 2021 13:20 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8. ágúst 2021 13:19 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Það ber á því að það er ákveðið kaos í flugstöðinni. Fólk er hreinlega að komast í gegn án þess að framvísa þessum prófum þannig að okkur finnst þetta skapa óþarfa ringulreið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Mikil örtröð hefur verið í komusalnum í Leifstöð undanfarið og borið á hægagangi þar sem ferðamenn framvísa covid-vottorðum. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir ekkert í því hægt að gera. „Kannski til að byrja, þá er þetta yfir mjög afmarkaðan tíma dagsins sem raðirnar eru að myndast þegar mikið af flugvélum eru að lenda á sama tíma og meðan ferlið og reglurnar eru eins og þær eru af hálfu sóttvarnayfirvalda er bara ofboðslega lítið hægt að gera. Það er búið að taka alla þá fermetra sem eru í boði,“ sagði Guðmundur Daði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birgir kallar eftir því að reglur verði gerðar skýrari og gagnrýnir að farþegum úr sitt hvorri áttinni sé blandað saman í komusal. „Það gengur ekki að einhver farþegi sem er búinn að leggja í kostnað við að fara í tiltekin próf og framvísa þeim við byrðingu í flugvélina erlendis komi svo til Íslands og standi í hópi með þúsundum manna sem eru að koma með öðru flugfélagi sem er ekki búið að þurfa að framvísa þessum prófum.“ Hann segir bera á ósamstöðu í kerfinu. Óvissan geri ekkert nema skapa óreiðu og ósamstöðu. „Það vantar að einhver taki boltann. Hver er í forsvari fyrir þetta? lögreglan á flugvellinum virðist ekki vita neitt, Isavia virðist ekki vita neitt. Maður skynjar einhverja ósamstöðu í kerfinu á milli ráðuneytis og almannavarna,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Play Tengdar fréttir Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10. ágúst 2021 13:20 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8. ágúst 2021 13:19 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10. ágúst 2021 13:20
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40
„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8. ágúst 2021 13:19