Þjálfarar í hefndarhug berjast um bikar í Belfast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 13:30 Unai Emery og Thomas Tuchel mætast á hliðarlínunni í kvöld. EPA/Samsett Ofurbikar Evrópu fer fram í kvöld þar sem Chelsea, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu, og Villareal, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mætast. Reikna má með hörku lið þó bæði lið mæti löskuð til leiks. Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld. Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld.
Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira