Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 60 utan sóttkvíar. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Heilbrigðisráðherra boðaði í gær að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda til og með 27. ágúst. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi annað verið í stöðuna. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna. Ég held að það sé ekki ástæða til að létta á meðan við erum að sjá þennan daglega fjölda af tilfellum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Hann segir gögnina sýna að áhættan af veirunni sé mest hjá þeim. Veiran sé víða og hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu fái þeir boð. „Það er alveg klárt mál að þeir sem eru fullbólusettir, það eru bæði minni líkur á að þeir veikist eða veikist alvarlega. Það er til mikils að vinna fyrir þá sem hafa fengið einn skammt að fá sem bestu vörn sem mögulegt er. Ég held að það ættu allir að hugsa það þannig,“ segir Þórólfur. Hann segir útfærslu á leiðbeiningum fyrir fyrirtæki og skóla hvernig eigi að nota hraðpróf til að greina veiruna. „Það er greinilega mikill misskilningur í gangi um hvernig eigi að nota prófin og hvaða gagnsemi er af þeim. Mér finnst menn vera að binda of miklar vonir við prófin. Þau geta vissulega hjálpað og komið að miklu gagni við ákveðnar aðstæður og það er það sem við þurfum að leiðbeina fyrirtækjum og sú vinna er að fara af stað,“ segir Þórólfur. Hann segir hraðprófin ekki eins næm og PCR-prófin og sérstaklega hjá einkennalausu fólki þegar veiran hefur ekki náð miklu magni í nefkokinu. Taka þurfi tillit til þess að niðurstaðan úr prófinu segi bara akkúrat hver staðan er þegar prófið er tekið. Prófin geti þó verið gagnleg og komið að góðum notum. Þau muni þó ekki koma í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. „Það er óskhyggja að hraðgreiningarpróf komi í veg fyrir að fólk fari í sóttkví. En þau geta hjálpað til að við greina fólk fyrr og koma fólki kannski úr sóttkví. En sóttkví og smitrakning er grunnurinn í því sem við erum að gera. Ef við gefum afslátt á því erum við að gefa veirunni frítt spil til að fjölga sér.“ Hann sér ekki nálæga framtíð þar sem sóttkví verður lögð. „Ekki nema við fáum bóluefni sem ver gegn smiti og er útbreitt. Á meðan þetta Delta-afbrigði er við líði, sem er meira smitandi og alvarlegra, sé ég ekki að við getum lagt sóttkví af.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira