Selur innbúið úr kynlífsherberginu: „Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 19:17 Innbúið er til sölu og finnur eigandinn fyrir miklum áhuga á því. visir Innbú úr sérhönnuðu kynlífsherbergi er nú til sölu. Mikill áhugi er á herlegheitunum en kostnaðarverð hlutanna hleypur á hálfri milljón. Eigandi herbergisins segir þörf á sambærilegu athvarfi og vill opna á umræðu um kynlíf. Kross, bekkur og stærðarinnar rúm „Í rúmt ár hefur fólki staðið til boða að leigja þetta herbergi til þess að stunda kynlíf. Þeir sem vilja prufa það og hafa ekki prufað eru á síðasta séns vegna þess að núna er innbúið til sölu. Þar á meðal þessi róla og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir ætla ég að sjálfsögðu að prufa þetta tryllitæki sem allir geta nú keypt.“ Í herberginu má auk rólunnar finna kross, bekk og stærðarinnar rúm líkt og sést á þessum myndum. Eigandi herbergisins auglýsti innbúið og starfsemina til sölu á Facebook. Auglýsingin vakti mikla athygli en yfir þúsund manns hafa skrifað athugasemd við færsluna. En hvers konar starfsemi er þetta? „Þetta er bara kynlífsherbergi. Rými sem fólk getur komið í og gert hluti sem það langar til,“ segir Konráð Logn Haraldsson, athafnamaður. Pör nýti sér herbergið Hvers vegna ákvaðst þú að fara af stað með svona starfsemi? „Mér fannst þetta bara vanta. Og ég þekki það sjálfur að vera með börn á heimilinu og þurfa smá næði. Gera öðruvísi hluti en maður gerir heima hjá sér.“ Leigjendur greiða fyrir hvern klukkutíma sem kostar fimmtán þúsund krónur. Konráð segir að allir þjóðfélagshópar nýti sér þjónustuna en að pör séu í miklum meirihluta. Starfsemin hafi gengið vel en aðsókn sé sveiflukennd. „Það sem kom mér mest á óvart, eftir áramótin þá veit ég ekki hvað gerðist. Þá fór bara allt að rokseljast. Þannig þetta kemur í bylgjum.“ Veistu hvers vegna það var? „Nei ég tékkaði á fréttum en það var ekkert sem „triggeraði.“ Fólki leiðist held ég eða kannski mikil spenna eftir jólin.“ „Á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Nú sé kominn tími til að loka rekstrinum og snúa sér að öðru. Konráð segir að fólk hafi flest tekið vel í starfsemina þó hann finni fyrir gagnrýnisröddum. „Það er margt miðaldra fólk sem finnst þetta bara ekki í lagi. Mikið af fólki sem á eldri börn og ræða ekki kynlíf við hvort annað því það er óviðeigandi. Þetta á ekki að vera óviðeigandi.“ Hann telur mikilvægt að opna á umræðu um kynlíf. „Mjög mikilvægt. Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu, alls ekki.“ Kynlíf Reykjavík Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Kross, bekkur og stærðarinnar rúm „Í rúmt ár hefur fólki staðið til boða að leigja þetta herbergi til þess að stunda kynlíf. Þeir sem vilja prufa það og hafa ekki prufað eru á síðasta séns vegna þess að núna er innbúið til sölu. Þar á meðal þessi róla og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir ætla ég að sjálfsögðu að prufa þetta tryllitæki sem allir geta nú keypt.“ Í herberginu má auk rólunnar finna kross, bekk og stærðarinnar rúm líkt og sést á þessum myndum. Eigandi herbergisins auglýsti innbúið og starfsemina til sölu á Facebook. Auglýsingin vakti mikla athygli en yfir þúsund manns hafa skrifað athugasemd við færsluna. En hvers konar starfsemi er þetta? „Þetta er bara kynlífsherbergi. Rými sem fólk getur komið í og gert hluti sem það langar til,“ segir Konráð Logn Haraldsson, athafnamaður. Pör nýti sér herbergið Hvers vegna ákvaðst þú að fara af stað með svona starfsemi? „Mér fannst þetta bara vanta. Og ég þekki það sjálfur að vera með börn á heimilinu og þurfa smá næði. Gera öðruvísi hluti en maður gerir heima hjá sér.“ Leigjendur greiða fyrir hvern klukkutíma sem kostar fimmtán þúsund krónur. Konráð segir að allir þjóðfélagshópar nýti sér þjónustuna en að pör séu í miklum meirihluta. Starfsemin hafi gengið vel en aðsókn sé sveiflukennd. „Það sem kom mér mest á óvart, eftir áramótin þá veit ég ekki hvað gerðist. Þá fór bara allt að rokseljast. Þannig þetta kemur í bylgjum.“ Veistu hvers vegna það var? „Nei ég tékkaði á fréttum en það var ekkert sem „triggeraði.“ Fólki leiðist held ég eða kannski mikil spenna eftir jólin.“ „Á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Nú sé kominn tími til að loka rekstrinum og snúa sér að öðru. Konráð segir að fólk hafi flest tekið vel í starfsemina þó hann finni fyrir gagnrýnisröddum. „Það er margt miðaldra fólk sem finnst þetta bara ekki í lagi. Mikið af fólki sem á eldri börn og ræða ekki kynlíf við hvort annað því það er óviðeigandi. Þetta á ekki að vera óviðeigandi.“ Hann telur mikilvægt að opna á umræðu um kynlíf. „Mjög mikilvægt. Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu, alls ekki.“
Kynlíf Reykjavík Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira