Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 13:15 Teiknuð mynd af geimfara í xEMU geimbúningi á yfirborði tunglsins. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021 Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira