Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:33 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, sagði dæmi um að fólk kæmi beint „af götunni“ inn á gjörgæslu. Lögreglan Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Páll sagði 1.293 á göngudeild Covid, þar af væru 45 gulir og nokkuð veikir. Hann sagði afar mikilvægt að fólk færi í skimun við minnstu einkenni en það væri tíðara nú en áður að fólk kæmi veikt „beint inn af götunni“, það er að segja færi ekki í skimun eða leitaði aðstoðar fyrr en það væri orðið mjög veikt. Þetta fólk væri virkt í samfélaginu þar til það legðist inn. Af níu í þessum hóp hefðu þrír verið lagðir beint inn á gjörgæslu. Páll ræddi um álagið á spítalanum og sagði auðsýnt að þar sem nýting á bráðarúmum væri jafnan 95 til 105 prósent þyrfti að gera ráðstafanir þegar faraldur væri í samfélaginu. Umönnum Covid-sjúklinga væri flókin og þá gæti ekki hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er sinnt störfum á gjörgæslu. Þess vegna hefði þurft að kalla þreytt fólk úr sumarfríi og biðja aðra um að bæta á sig vinnu. Páll sagði að verið væri að forgangsraða bráðum vandamálin en stjórnendur spítalans óttuðust engu að síður að mikilvægar aðgerðir á borð við hjartaþræðingar væru að bíða. Á sama tíma væri samfélagið á fullu og fólk að veikjast og slasast, í meiri mæli en í fyrri bylgjum. Sagði hann spítalann stóran og sterkan en að hann stæði ekki einn. Allt heilbrigðiskerfið þyrfti að vinna saman. Þá þakkaði hann starfsmönnum og stjórnendum spítalans fyrir gott starf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Páll sagði 1.293 á göngudeild Covid, þar af væru 45 gulir og nokkuð veikir. Hann sagði afar mikilvægt að fólk færi í skimun við minnstu einkenni en það væri tíðara nú en áður að fólk kæmi veikt „beint inn af götunni“, það er að segja færi ekki í skimun eða leitaði aðstoðar fyrr en það væri orðið mjög veikt. Þetta fólk væri virkt í samfélaginu þar til það legðist inn. Af níu í þessum hóp hefðu þrír verið lagðir beint inn á gjörgæslu. Páll ræddi um álagið á spítalanum og sagði auðsýnt að þar sem nýting á bráðarúmum væri jafnan 95 til 105 prósent þyrfti að gera ráðstafanir þegar faraldur væri í samfélaginu. Umönnum Covid-sjúklinga væri flókin og þá gæti ekki hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er sinnt störfum á gjörgæslu. Þess vegna hefði þurft að kalla þreytt fólk úr sumarfríi og biðja aðra um að bæta á sig vinnu. Páll sagði að verið væri að forgangsraða bráðum vandamálin en stjórnendur spítalans óttuðust engu að síður að mikilvægar aðgerðir á borð við hjartaþræðingar væru að bíða. Á sama tíma væri samfélagið á fullu og fólk að veikjast og slasast, í meiri mæli en í fyrri bylgjum. Sagði hann spítalann stóran og sterkan en að hann stæði ekki einn. Allt heilbrigðiskerfið þyrfti að vinna saman. Þá þakkaði hann starfsmönnum og stjórnendum spítalans fyrir gott starf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira