Innlent

Smit frestar aðalfundi Pírata

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Píratar koma saman um þarnæstu helgi.
Píratar koma saman um þarnæstu helgi. Vísir/Sigurjón

Aðalfundi Pírata fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem fram átti að fara um helgina, hefur verið frestað um eina viku. ágúst. Ástæðan er sú starfsmaður Vogs á Fellströnd, þar sem halda á fundinn, greindist smitaður af kórónuveirunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum þar sem segir að setja hafi þurft hluta starfsfólks Vogs, sem staðsett er í Dalasýslu, í sóttkví og því sé ekki hægt að halda stærri viðburði á hótelinu sem stendur, vegna manneklu.

Af þeim sökum getur aðalfundur Pírata ekki farið þar fram um næstu helgi eins og vonir stóðu til. Fundinum hefur því verið frestað um viku og verður hann haldinn á sama stað helgina 21. til 22. ágúst.

Vakin er athygli á því í tilkynningu Pírata að fjöldi fundarfólks sé takmarkaður við hundrað gesti.

Þar að auki verður öllum fundinum, sem hefst kl. 10 þann 21. ágúst og lýkur kl. 16:20 þann 22. ágúst, streymt á netinu í gegnum fjarfundabúnað flokksins.

Frestur til að skrá sig til þátttöku á fundinum framlengist um viku, sem og framboðsfrestur í nefndir, stjórnir og ráð sem kosið er um á aðalfundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×