Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30. stöð 2

Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 en hann telur grímuskyldu komna til að vera. 

Þá kíkjum við í Borgarfjörðinn en farsæl lausn náðist í nágrannaerjum sem hefðu getað valdið því að Legsteinaskáli Páls í Húsafelli yrði rifinn. Sáttin náðist rétt áður en niðurrifið átti að hefjast.

Einnig förum við yfir stöðuna á húsnæðismarkaði, en um þriðjungur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst á yfirverði og framboð hefur dregist saman um sextíu prósent á einu ári.

Við hittum líka Íslandsmeistara í maraþonhlaupi sem ætlar að gefa áhorfendum góð ráð í hlaupi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×