Fyrsti sigur Brentford í efstu deild í 74 ár

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Brentford fagna öðru marki sínu vel og innilega.
Leikmenn Brentford fagna öðru marki sínu vel og innilega. Eddie Keogh/Getty Images

Brentford tók á móti Arsenal í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 2-0, heimamönnum í vil, en þetta var fyrsti leikur Brentford í efstu deild síðan í maí árið 1947.

Seinasti leikur Brentford í efstu deild var þann 26. maí árið 1947, en þá töpuðu þeir naumlega gegn mótherjum kvöldsins, Arsenal.

Heimamenn náðu forystunni á 22. mínútu með marki frá Sergi Canos eftir stoðsendingu frá Ethan Pinnock.

Staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, og það átti ekki eftir að breytast fyrr en á 73. mínútu.

Brentford átti þá innkast úti á vinstri kannti. Innkastið var tekið langt og boltanum tókst einhvern vegin að skoppa í gegnum allan pakkann þar sem að Christian Nørgaard mætti á fjærstöngina og stangaði boltann í netið.

Arsenal menn voru þó ekki á eitt sáttir við það að markið fengi að standa það sem að Bernd Leno, markmanni Arsenal fannst vera haldið í sig.

Markið fékk þó að standa og Brentford vann vægast sagt langþráðan 2-0 sigur í efstu deild Englands.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira