Fann konuna sem borgaði leigubílinn og sá til þess að hann gat unnið ÓL-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 10:31 Hansle Parchment með gullverðlaunin sem hann vann í 110 metra grindarhlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Martin Meissner Ólympíumeistarinn Hansle Parchment frá Jamaíku lenti í miklum hrakförum á leið sinni á keppnisstaðinn á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum og hann var mjög þakklátur konunni sem bjargaði honum fyrir horn. Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira