Ástæðan fyrir þessu er óvænt mannekla hjá Hagvögnum hf. sem er annar verktakinn sem ekur fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Frá þessu segir í tilkynningu frá Strætó sem send var á fjölmiðla í morgun.
„Samkvæmt fyrstu upplýsingum nú í morgun þá smituðust tveir starfsmenn Hagvagna af COVID-19. Í kjölfarið voru 5 vagnstjórar sendir í sóttkví. Við viljum biðja alla viðskiptavini á leiðum 19 og 31 innilega afsökunar á þessum óþægindum.
Við munum upplýsa betur um stöðuna þegar líður á daginn,“ segir í tilkynningunni.
Leið 19 ferðast milli Kaplakrika og Ásvallalaugar í Hafnarfirði. Leið 31 ferðast milli Gufunesbæjar og Egilshallar í Grafarvogi.
Uppfært 8:59
Eftirfarandi tilkynning barst frá Strætó skömmu fyrir klukkan níu:
Við sögðum upphaflega að allur akstur falli niður á leið 19 fyrir hádegi. Þetta er ekki rétt, það er einn vagn sem fellur niður á leiðinni. Á venjulegum degi er 5 vagnar sem aka á leið 19 yfir annatímann en þeir eru 4 í dag. Það kunna því nokkrar ferðir að falla niður en ekki allar.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagvögnum ættu ekki að verða nein afföll yfir helgina en nokkur óvissa er um mánudaginn. Staðan verður metin frá degi til dags.