Lögðu meistarana að velli án Kane

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Son
Son vísir/Getty

Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag.

Talið er að Kane muni yfirgefa Tottenham á allra næstu dögum og ganga í raðir Englandsmeistaranna.

Nuno Espirito Santo tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham í sumar og óhætt að segja að hann fái sannkallaða draumabyrjun hjá Lundúnarliðinu sem lagði Englandsmeistarana, 1-0.

Eina mark leiksins skoraði Son Heung Min en Suður-Kóreumaðurinn kom Tottenham í forystu snemma í síðari hálfleik. 

Hundrað milljón punda maðurinn Jack Grealish lék allan leikinn fyrir Man City en fann sig ekki, frekar en aðrir sóknarþenkjandi leikmenn meistaranna en aðalmaður City manna, hinn belgíski Kevin De Bruyne hóf leik á varamannabekknum og lék síðustu tíu mínútur leiksins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira