Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍA 2-1 | Vítaspyrnumark Árna í lokin tryggði Blikum sigur Árni Konráð Árnason skrifar 16. ágúst 2021 22:30 Árni var hetja Blika af vítapunktinum í kvöld. Vísir/Hafliði Breiðablik vann 2-1 sigur á ÍA er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Blikar þurftu að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Blikar fengu Skagamenn í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld. Það var strax ljóst fyrir leik að Skagamenn ættu erfitt verkefni fyrir höndum sér. Óskari, þjálfara Breiðabliks, hefur tekist að breyta Kópavogsvelli í algjört virki í sumar. Þeir töpuðu fyrsta heimaleik sínum 0-2 gegn KR en eftir það tap hafa þeir unnið seinustu 6 leiki og ekki fengið á sig mark í þokkabót, með markatöluna 22-0, sem að verður að teljast ansi ágætur árangur. Skagamenn sem að sitja í neðsta sæti deildarinnar og hafa átt erfitt með að sækja stig á útivöllum í sumar, hvað þá á gervigrasi, voru eflaust ekki jafn vel upplagðir og þeir hefðu viljað. Þeir spiluðu í kvöld án Jóhannes Karls, þjálfara síns sem að tekur út leikbann sem og eru meiðsli í leikmannahópi þeirra. Skagamenn byrjuðu leikinn þó af fullum krafti og komust yfir strax á 6. Mínútu leiksins. Ísak Snær ætlaði að senda boltann fyrir markið en boltinn í Alexander Helga og í átt að markinu, þar mætti Hákon Ingi og tæklaði boltann fram hjá Anton Erni í marki Breiðabliks, 0-1 fyrir Skagamönnum. Skagamenn féllu heldur mikið aftur á völlinn eftir að hafa skorað og Blikar sóttu linnulaust. Það var síðan á 24. mínútu sem að Árni Vilhjálmsson lék einkar vel á Hlyn Sævar og sendi boltann fyrir markið þar sem að Viktor Karl Einarsson jafnaði metin fyrir Blika, 1-1. Blikar lágu í sókn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og átti Árni Vilhjálmsson tvö dauðafæri, en inn vildi boltinn ekki og hálfleikstölur því 1-1. Strax á 47. mínútu síðari hálfleiks sóttu Skagamenn fram á völlinn og var það Hákon Ingi sem að var með vald á boltanum. Hákon virtist flækjast í löppunum á Viktori Erni og féll til jarðar, þarna hefðu Skagamenn mögulega átt að fá víti. Egill Arnar, dómari leiksins var þó ekki á því og ekkert dæmt. Á 56. mínútu leiksins fengu Skagamenn aukaspyrnu, fyrirgjöf barst inn í teig þar sem Ísak Snær átti skalla rétt fram hjá markinu, Blikar stálheppnir. Blikar héldu áfram að sækja og voru að etja kappi við 11 Skagamenn fyrir aftan bolta. Blikar óðu í færum og Skagamenn svöruðu með skyndisóknum. Bæði lið áttu þó í erfiðleikum með að koma boltanum í netið og allt virtist stefna í jafntefli. Það var þó á 84. mínútu sem að Árni Vilhjálmsson fellur inn í teig Skagamanna. Óttar Bjarni virtist fara með höndina í andlitið á Árna. Egill Arnar, dómari leiksins, vel staðsettur flautaði víti. Skagamenn brugðust illa við þessum dómi og Fannar Berg sem stýrði liðinu í dag, hvað verst og fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli sín. Árni Vilhjálmsson fór á punktinn og skoraði örugglega, 2-1 fyrir Breiðablik. Skagamönnum virtist heitt í hamsi og létu mikið finna fyrir sér seinustu mínúturnar. Wout Droste fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir brot á Viktori Karli. Hann verður því ekki með í næsta leik Skagamanna og ljóst er að Skagamenn eru í harðri baráttu við falldrauginn. Fleiri urðu mörkin þó ekki og Blikar taka öll þrjú stigin og eru í bullandi toppbaráttu. Af hverju vann Breiðablik? Skagamenn vörðust vel nær allan tímann, en þegar að lítið eftir að leiknum að þá áttu ekki að vera með hendurnar á lofti sem aftasti maður. Það reyndist Óttar sekur um er hann braut á Árna Vilhjálmssyni. Breiðablik vinnur á því að skora vítaspyrnu undir lok leiks. Skagamenn voru alltaf að bjóða hættunni heim með því að falla jafn aftarlega á völlinn gegn liði sem að hefur skorað hvað flest mörk í deildinni. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Snær var mjög öflugur á miðju Skagamanna í kvöld. Hann lét mikið finna fyrir sér og var allt í öllu á miðju Skagamanna. Árni Vilhjálmsson var duglegur að koma sér í færi en það vantaði bara upp á að klára. Hann skoraði þó sigurmarkið örugglega af punktinum. Hvað gekk illa? Breiðablik óð í færum en átti erfitt með að klára þau. Egill Arnar dómari leiksins hefur verið betri á flautunni. Hvað gerist næst? Breiðablik fær KA í heimsókn á laugardaginn. Bæði lið eru í toppbaráttu og því um æsispennandi leik að ræða. Skagamenn taka á móti KR-ingum á sunnudag í leik sem að þeir þurfa bara að vinna. Árni Vilhjálmsson: Þurftum að vera þolinmóðir allan tímann Árni var hetja Blika.Vísir/vilhelm „Við fáum á okkur mark snemma í leiknum, ég held að tilfinningin okkar hafi verið að við værum alltaf að fara að skora, við gerum það alltaf. Þetta var bara farið að vera þreytandi að vera þolinmóður. En eins og ég segi, þrjú stig það er eina sem skiptir máli“ sagði Árni Vilhjálmsson. Árni skoraði sigurmarkið á 86. mínútu úr vítaspyrnu og tryggði Blikum 3 mikilvæg stig. Það er pressa á Árna að skila inn mörkum í liði Breiðabliks eftir að Thomas Mikkelsen yfirgaf herbúðir Breiðabliks nú á dögunum. Árni talar um að liðið sé heilt yfir að „fúnkera“ vel og að menn séu ánægðir, hann segir jafnframt að þeir séu með hóp í það að vinna deildina og að þeir stefni á það, þó taki þeir einn leik í einu. Óskar Hrafn: Mér fannst Skagamenn setja upp verðugt verkefni fyrir okkur Óskar Hrafn var ánægður að fá stigin þrjú í kvöldVísir/Hafliði „Við byrjum ekkert sérstaklega vel, við gáfum Skagamönnum frumkvæðið í byrjun og eyddum fyrri hálfleik í að klóra okkur aftur í leikinn. Mér fannst Skagamenn setja upp verðugt verkefni fyrir okkur“ sagði Óskar og heldur áfram „Það er hægara sagt en gert að opna þessar varnir og reka smiðshöggið á þetta. Ég er bara þokkalega ánægður með frammistöðuna“ en Skagamenn voru oftar en ekki með 11 menn fyrir aftan bolta og beittu skyndisóknum. Breiðablik hefur nú unnið seinustu 7 leiki á heimavelli og hafa skorað 24 mörk og fengið á sig einungis þetta eina mark, frá ÍA. „Auðvitað væri gott ef að þetta myndist haldast bara út í eilífðina, en við eigum KA menn á laugardaginn, það verður mjög erfiður leikur“ sagði Óskar. „Skaginn varðist vel, þeir voru vel skipulagðir, þeir lögðu hjarta og sál í þetta og ég ber mikla virðingu fyrir þeirra plani“. Undirritaður tekur undir orð Óskars og lögðu þeir allt í þetta verkefni en urðu óheppnir undir lokin. Skaginn á ansi erfitt verkefni fyrir höndum sér vilji þeir halda sér í deild hinna bestu. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA
Breiðablik vann 2-1 sigur á ÍA er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Blikar þurftu að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Blikar fengu Skagamenn í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld. Það var strax ljóst fyrir leik að Skagamenn ættu erfitt verkefni fyrir höndum sér. Óskari, þjálfara Breiðabliks, hefur tekist að breyta Kópavogsvelli í algjört virki í sumar. Þeir töpuðu fyrsta heimaleik sínum 0-2 gegn KR en eftir það tap hafa þeir unnið seinustu 6 leiki og ekki fengið á sig mark í þokkabót, með markatöluna 22-0, sem að verður að teljast ansi ágætur árangur. Skagamenn sem að sitja í neðsta sæti deildarinnar og hafa átt erfitt með að sækja stig á útivöllum í sumar, hvað þá á gervigrasi, voru eflaust ekki jafn vel upplagðir og þeir hefðu viljað. Þeir spiluðu í kvöld án Jóhannes Karls, þjálfara síns sem að tekur út leikbann sem og eru meiðsli í leikmannahópi þeirra. Skagamenn byrjuðu leikinn þó af fullum krafti og komust yfir strax á 6. Mínútu leiksins. Ísak Snær ætlaði að senda boltann fyrir markið en boltinn í Alexander Helga og í átt að markinu, þar mætti Hákon Ingi og tæklaði boltann fram hjá Anton Erni í marki Breiðabliks, 0-1 fyrir Skagamönnum. Skagamenn féllu heldur mikið aftur á völlinn eftir að hafa skorað og Blikar sóttu linnulaust. Það var síðan á 24. mínútu sem að Árni Vilhjálmsson lék einkar vel á Hlyn Sævar og sendi boltann fyrir markið þar sem að Viktor Karl Einarsson jafnaði metin fyrir Blika, 1-1. Blikar lágu í sókn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og átti Árni Vilhjálmsson tvö dauðafæri, en inn vildi boltinn ekki og hálfleikstölur því 1-1. Strax á 47. mínútu síðari hálfleiks sóttu Skagamenn fram á völlinn og var það Hákon Ingi sem að var með vald á boltanum. Hákon virtist flækjast í löppunum á Viktori Erni og féll til jarðar, þarna hefðu Skagamenn mögulega átt að fá víti. Egill Arnar, dómari leiksins var þó ekki á því og ekkert dæmt. Á 56. mínútu leiksins fengu Skagamenn aukaspyrnu, fyrirgjöf barst inn í teig þar sem Ísak Snær átti skalla rétt fram hjá markinu, Blikar stálheppnir. Blikar héldu áfram að sækja og voru að etja kappi við 11 Skagamenn fyrir aftan bolta. Blikar óðu í færum og Skagamenn svöruðu með skyndisóknum. Bæði lið áttu þó í erfiðleikum með að koma boltanum í netið og allt virtist stefna í jafntefli. Það var þó á 84. mínútu sem að Árni Vilhjálmsson fellur inn í teig Skagamanna. Óttar Bjarni virtist fara með höndina í andlitið á Árna. Egill Arnar, dómari leiksins, vel staðsettur flautaði víti. Skagamenn brugðust illa við þessum dómi og Fannar Berg sem stýrði liðinu í dag, hvað verst og fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli sín. Árni Vilhjálmsson fór á punktinn og skoraði örugglega, 2-1 fyrir Breiðablik. Skagamönnum virtist heitt í hamsi og létu mikið finna fyrir sér seinustu mínúturnar. Wout Droste fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir brot á Viktori Karli. Hann verður því ekki með í næsta leik Skagamanna og ljóst er að Skagamenn eru í harðri baráttu við falldrauginn. Fleiri urðu mörkin þó ekki og Blikar taka öll þrjú stigin og eru í bullandi toppbaráttu. Af hverju vann Breiðablik? Skagamenn vörðust vel nær allan tímann, en þegar að lítið eftir að leiknum að þá áttu ekki að vera með hendurnar á lofti sem aftasti maður. Það reyndist Óttar sekur um er hann braut á Árna Vilhjálmssyni. Breiðablik vinnur á því að skora vítaspyrnu undir lok leiks. Skagamenn voru alltaf að bjóða hættunni heim með því að falla jafn aftarlega á völlinn gegn liði sem að hefur skorað hvað flest mörk í deildinni. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Snær var mjög öflugur á miðju Skagamanna í kvöld. Hann lét mikið finna fyrir sér og var allt í öllu á miðju Skagamanna. Árni Vilhjálmsson var duglegur að koma sér í færi en það vantaði bara upp á að klára. Hann skoraði þó sigurmarkið örugglega af punktinum. Hvað gekk illa? Breiðablik óð í færum en átti erfitt með að klára þau. Egill Arnar dómari leiksins hefur verið betri á flautunni. Hvað gerist næst? Breiðablik fær KA í heimsókn á laugardaginn. Bæði lið eru í toppbaráttu og því um æsispennandi leik að ræða. Skagamenn taka á móti KR-ingum á sunnudag í leik sem að þeir þurfa bara að vinna. Árni Vilhjálmsson: Þurftum að vera þolinmóðir allan tímann Árni var hetja Blika.Vísir/vilhelm „Við fáum á okkur mark snemma í leiknum, ég held að tilfinningin okkar hafi verið að við værum alltaf að fara að skora, við gerum það alltaf. Þetta var bara farið að vera þreytandi að vera þolinmóður. En eins og ég segi, þrjú stig það er eina sem skiptir máli“ sagði Árni Vilhjálmsson. Árni skoraði sigurmarkið á 86. mínútu úr vítaspyrnu og tryggði Blikum 3 mikilvæg stig. Það er pressa á Árna að skila inn mörkum í liði Breiðabliks eftir að Thomas Mikkelsen yfirgaf herbúðir Breiðabliks nú á dögunum. Árni talar um að liðið sé heilt yfir að „fúnkera“ vel og að menn séu ánægðir, hann segir jafnframt að þeir séu með hóp í það að vinna deildina og að þeir stefni á það, þó taki þeir einn leik í einu. Óskar Hrafn: Mér fannst Skagamenn setja upp verðugt verkefni fyrir okkur Óskar Hrafn var ánægður að fá stigin þrjú í kvöldVísir/Hafliði „Við byrjum ekkert sérstaklega vel, við gáfum Skagamönnum frumkvæðið í byrjun og eyddum fyrri hálfleik í að klóra okkur aftur í leikinn. Mér fannst Skagamenn setja upp verðugt verkefni fyrir okkur“ sagði Óskar og heldur áfram „Það er hægara sagt en gert að opna þessar varnir og reka smiðshöggið á þetta. Ég er bara þokkalega ánægður með frammistöðuna“ en Skagamenn voru oftar en ekki með 11 menn fyrir aftan bolta og beittu skyndisóknum. Breiðablik hefur nú unnið seinustu 7 leiki á heimavelli og hafa skorað 24 mörk og fengið á sig einungis þetta eina mark, frá ÍA. „Auðvitað væri gott ef að þetta myndist haldast bara út í eilífðina, en við eigum KA menn á laugardaginn, það verður mjög erfiður leikur“ sagði Óskar. „Skaginn varðist vel, þeir voru vel skipulagðir, þeir lögðu hjarta og sál í þetta og ég ber mikla virðingu fyrir þeirra plani“. Undirritaður tekur undir orð Óskars og lögðu þeir allt í þetta verkefni en urðu óheppnir undir lokin. Skaginn á ansi erfitt verkefni fyrir höndum sér vilji þeir halda sér í deild hinna bestu.
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti