Erlent

Hvítum ungmennum fækkar í fyrsta sinn

Heimir Már Pétursson skrifar
Börn að leik í Washington D.C.
Börn að leik í Washington D.C. epa/Michael Reynolds

Enginn einn kynþáttur yfirgnæfir annan hjá Bandaríkjamönnum undir átján ára aldri og hvítum fækkar í fyrsta skipti frá því talning hófst, samkvæmt nýjasta manntalinu sem gert hefur verið í Bandaríkjunum.

Íbúum af latneskum og asískum uppruna hefur hins vegar fjölgað mikið á þeim tíu árum sem liðin eru frá því íbúar Bandaríkjanna voru síðast taldir árið 2010. 

Manntalið mun hafa mikil áhrif á pólitískt landslag á komandi árum og gæti ráðið úrslitum í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. 

Manntalið hefur einnig töluverð áhrif á hvernig 1,5 trilljón dollara útgjöld alríkisins dreifast. 

Hvítum Bandaríkjamönnum undir átján ára aldri hefur fækkað úr að vera 53,5 prósent í 47,3 prósent. 

Þá hefur hlutfall hvítra almennt í landinu fallið úr að vera 63,7 prósent árið 2010 í 57,8 prósent í fyrra og hefur aldrei verið lægra frá upphafi talningar en manntalið var fyrst kynnt í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×