Innlent

Líkfundur á Selfossi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
andlat

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn á bak við verslunarhúsnæði á Selfossi fyrr í vikunni. Frá þessu er greint í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar segir að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi er með málið til rannsóknar en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um það eins og stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×