Réttindi fólks í kynlífsvinnu Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 14:30 Skýrsla Frontline Defenders (FLD) sem birt var í gær um réttindi fólks í kynlífsvinnu er skýr: þau eru alþjóðleg mannréttindi og þeim er hættulega ábótavant. „Stefnur okkar eiga að vera byggðar á staðreyndum, ekki siðboðum.” Þetta voru lokaorð Dr.Tlaleng Mofokeng, sérstaks fulltrúa framkvæmdastjóra SÞ á sviði réttar til heiðbrigðis, í erindið sínu á útgáfuviðburði skýrslunnar í gær. „Þetta er erlendis ekki hér á Íslandi” Hvernig snertir skýrsla FLD Ísland? Skýrsla sem byggð er á rannsóknum í 20 löndum yfir fjögurra ára tímabil og nær til 350 viðmælenda? Hún gerir það því við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í kynlífsvinnu á Íslandi. Hin svokallaða sænska leið hefur reynst hættuleg auk þess sem hana skortir tilfinnanlega á réttindavernd fólks í kynlífsvinnu og úrræði á þeirra forsendum. Við höfum byggt okkar stefnu á siðboðum, ekki á staðreyndum eða forsendum fólks í kynlífsvinnu. Ég hef í hátt í tvo áratugi barist fyrir mannréttindum. Mikilvægasta lexían sem ég hef lært er að það er ekki hægt að berjast einungis fyrir þeim réttindum sem eru þægileg, sem flest eru sammála um eða sem bara snerta okkur sjálf. Til þess að tryggja að réttindi þeirra sem vinna kynlífsvinnu séu raunverulega til staðar þarf að setja þeirra eigin forsendur í forgang. Hvað þurfum við að gera? Skýrslan sem birt var í gær tekur á þáttum sem við vitum að eru áskoranir á Íslandi rétt eins og annars staðar. Hér má nefna afglæpavæðingu kynlífsvinnu, réttaröryggi fólks í kynlífsvinnu og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, úrræði fyrir fólk í kynlífsvinnu sem jafnframt er þolendur mansals og ofbeldis, sem þjást í fátækt eða hafa tvíþættan geð- og fíknivanda. Ennfremur er lögreglan áhyggjuefni hvað varðar öryggi og réttarstöðu fólks í kynlífsvinnu og lagt til að ríki skuldbindi sig opinberlega til að framfylgja strangari siðareglum og bjóða upp á þjálfun fyrir lögreglu undir forystu fólks í kynlífsvinnu. Skýrslan nefnir að koma þurfi upp sértækum, óháðum úrræðum sem taki að sér kvartanir og rannsóknir á brotum gegn fólki í kynlífsvinnu, úrræði þar sem öryggi og nafnleynd þeirra sem nýta sér þau eru tryggð. Skýrslan styður enn fremur við kröfur Femínistafélags Pírata um réttindi fólks í kynlífsvinnu, m.a. að það eigi skilið lagalegt umhverfi þar sem því er ekki stefnt í hættu, þjónustu og vernd af hálfu lögreglu án þess að óttast misnotkun eða áreiti, fullt og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu án jaðarsetningar, sjálfsákvörðunarrétt án kúgunar og að ofbeldi gagnvart því sé útrýmt. Næstu skref fela í sér afglæpavæðingu Afglæpavæðing kynlífsvinnu í raun- og netheimum er fyrsta skrefið. Við getum gert það á hátt sem tryggir vernd þeirra sem starfa á þessu sviði. Því til viðbótar eru í lok skýrslunnar ráðleggingar um svæðisbundnar ráðstafanir. Í ljósi sterkra tengsla Íslands við ríki Evrópusambandsins leyfi ég mér að tengja ráðleggingar til ESB við Ísland. Meðal þeirra er að: funda á landsvísu með fólki í kynlífsvinnu og taka tillit til sérstakra þarfa þeirra. Eins og bent er á þarf vitundarvakningu í málflutningi stjórnvalda, stuðning við aðgang fólks í kynlífsvinnu að ríkisstofnunum og að veita neyðar- eða verkefnastyrk til verndarþarfa, svo sem öruggra flutninga, læknis- og dómsmálagjalda og öruggt fundarrými; Tryggja neyðarfjármögnun - þar með talið til kjarnastarfsemi sem á sér stað í covid19. Tryggja jafnan aðgang fólks í kynlífsvinnu að sjóðum og styrkjum Tryggja að fjármögnun sem varðar fólk í kynlífsvinnu sé úthlutað í samstarfi við það og félagasamtök sem berjast fyrir réttindum þess. Ég vona að Ísland taki forystu í þessum málum, að við brjótum staðal feðraveldisins og komum fram við fólk af virðingu og á þeirra forsendum með því að afglæpavæða kynlífsvinnu og betrumbæta réttindi og réttarumhverfi þeirra sem vinna þessa vinnu. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er grunngildi samfélagsins og tilraunir til að hafa vit fyrir fólki heldur iðulega jaðarsettu fólki á jaðrinum þrátt fyrir aðrar fyrirætlanir. Ef þú ert að lesa þetta náðir þú til loka pistils um erfitt málefni. Ég vil sérstaklega þakka fyrir það því það róttækasta sem við getum gert er að eiga samtöl um erfið mál, hlusta, fræðast og breyta til framtíðar. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oktavía Hrund Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Skýrsla Frontline Defenders (FLD) sem birt var í gær um réttindi fólks í kynlífsvinnu er skýr: þau eru alþjóðleg mannréttindi og þeim er hættulega ábótavant. „Stefnur okkar eiga að vera byggðar á staðreyndum, ekki siðboðum.” Þetta voru lokaorð Dr.Tlaleng Mofokeng, sérstaks fulltrúa framkvæmdastjóra SÞ á sviði réttar til heiðbrigðis, í erindið sínu á útgáfuviðburði skýrslunnar í gær. „Þetta er erlendis ekki hér á Íslandi” Hvernig snertir skýrsla FLD Ísland? Skýrsla sem byggð er á rannsóknum í 20 löndum yfir fjögurra ára tímabil og nær til 350 viðmælenda? Hún gerir það því við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í kynlífsvinnu á Íslandi. Hin svokallaða sænska leið hefur reynst hættuleg auk þess sem hana skortir tilfinnanlega á réttindavernd fólks í kynlífsvinnu og úrræði á þeirra forsendum. Við höfum byggt okkar stefnu á siðboðum, ekki á staðreyndum eða forsendum fólks í kynlífsvinnu. Ég hef í hátt í tvo áratugi barist fyrir mannréttindum. Mikilvægasta lexían sem ég hef lært er að það er ekki hægt að berjast einungis fyrir þeim réttindum sem eru þægileg, sem flest eru sammála um eða sem bara snerta okkur sjálf. Til þess að tryggja að réttindi þeirra sem vinna kynlífsvinnu séu raunverulega til staðar þarf að setja þeirra eigin forsendur í forgang. Hvað þurfum við að gera? Skýrslan sem birt var í gær tekur á þáttum sem við vitum að eru áskoranir á Íslandi rétt eins og annars staðar. Hér má nefna afglæpavæðingu kynlífsvinnu, réttaröryggi fólks í kynlífsvinnu og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, úrræði fyrir fólk í kynlífsvinnu sem jafnframt er þolendur mansals og ofbeldis, sem þjást í fátækt eða hafa tvíþættan geð- og fíknivanda. Ennfremur er lögreglan áhyggjuefni hvað varðar öryggi og réttarstöðu fólks í kynlífsvinnu og lagt til að ríki skuldbindi sig opinberlega til að framfylgja strangari siðareglum og bjóða upp á þjálfun fyrir lögreglu undir forystu fólks í kynlífsvinnu. Skýrslan nefnir að koma þurfi upp sértækum, óháðum úrræðum sem taki að sér kvartanir og rannsóknir á brotum gegn fólki í kynlífsvinnu, úrræði þar sem öryggi og nafnleynd þeirra sem nýta sér þau eru tryggð. Skýrslan styður enn fremur við kröfur Femínistafélags Pírata um réttindi fólks í kynlífsvinnu, m.a. að það eigi skilið lagalegt umhverfi þar sem því er ekki stefnt í hættu, þjónustu og vernd af hálfu lögreglu án þess að óttast misnotkun eða áreiti, fullt og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu án jaðarsetningar, sjálfsákvörðunarrétt án kúgunar og að ofbeldi gagnvart því sé útrýmt. Næstu skref fela í sér afglæpavæðingu Afglæpavæðing kynlífsvinnu í raun- og netheimum er fyrsta skrefið. Við getum gert það á hátt sem tryggir vernd þeirra sem starfa á þessu sviði. Því til viðbótar eru í lok skýrslunnar ráðleggingar um svæðisbundnar ráðstafanir. Í ljósi sterkra tengsla Íslands við ríki Evrópusambandsins leyfi ég mér að tengja ráðleggingar til ESB við Ísland. Meðal þeirra er að: funda á landsvísu með fólki í kynlífsvinnu og taka tillit til sérstakra þarfa þeirra. Eins og bent er á þarf vitundarvakningu í málflutningi stjórnvalda, stuðning við aðgang fólks í kynlífsvinnu að ríkisstofnunum og að veita neyðar- eða verkefnastyrk til verndarþarfa, svo sem öruggra flutninga, læknis- og dómsmálagjalda og öruggt fundarrými; Tryggja neyðarfjármögnun - þar með talið til kjarnastarfsemi sem á sér stað í covid19. Tryggja jafnan aðgang fólks í kynlífsvinnu að sjóðum og styrkjum Tryggja að fjármögnun sem varðar fólk í kynlífsvinnu sé úthlutað í samstarfi við það og félagasamtök sem berjast fyrir réttindum þess. Ég vona að Ísland taki forystu í þessum málum, að við brjótum staðal feðraveldisins og komum fram við fólk af virðingu og á þeirra forsendum með því að afglæpavæða kynlífsvinnu og betrumbæta réttindi og réttarumhverfi þeirra sem vinna þessa vinnu. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er grunngildi samfélagsins og tilraunir til að hafa vit fyrir fólki heldur iðulega jaðarsettu fólki á jaðrinum þrátt fyrir aðrar fyrirætlanir. Ef þú ert að lesa þetta náðir þú til loka pistils um erfitt málefni. Ég vil sérstaklega þakka fyrir það því það róttækasta sem við getum gert er að eiga samtöl um erfið mál, hlusta, fræðast og breyta til framtíðar. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar