Hættið þessari vitleysu og látið Landspítalann fá pening Gunnar Smári Egilsson skrifar 13. ágúst 2021 19:01 Ég er algjörlega hættur að skilja þessa ríkisstjórn. Er þetta einhver sértrúarsöfnuður? Við erum í miðri stjórnlausri bylgju cóvid-smita sem veldur miklu álagi á Landspítalann. Í dag voru til dæmis þrettán á gjörgæsludeild spítalans, sem er aðeins mönnuð til að sinna tíu manns. Af þessum þrettán eru átta með cóvid og þar af fimm í öndunarvél. En hvert er vandamálið? Vandinn er ekki átta sjúklingar með cóvid heldur sú staðreynd að Landspítalinn leggst á hliðina þegar þrettán þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Er það eðlilegt að Landspítalinn anni bara tíu manns á gjörgæslu? Nei, auðvitað ekki. Það er fráleit staða. Sveltistefna stórskaðar gjörgæslu Áður en kórónafaraldurinn skall á var ljóst að niðurskurður og sveltistefna stjórnvalda á Íslandi hafði keyrt heilbrigðiskerfið og Landspítalann niður á nokkurs konar varanlegt hættustig. Fyrir faraldurinn voru hér aðeins 12 virk gjörgæslurými á Landspítalanum og 3 á Akureyri. Fimmtán gjörgæslurými á landinu gera rétt rúmlega 4 rúm á hverja hundrað þúsund íbúa. Meðaltal Evrópuríkjanna var á sama tíma 11,5 gjörgæslurými á hverja 100 þúsund íbúa. Til að ná upp í meðaltal Evrópu hefði þurft að fjölga rýmum hér um 28. Sveltistefnan nýfrjálshyggjunnar hafði ill áhrif víða um Evrópu á síðustu áratugum, eins og kom í ljós í kórónufaraldrinum. En óvíða hafði þessi sveltistefna gengið jafn langt og hérlendis. Nýfrjálshyggja íslenskra stjórnvalda síðustu þrjá áratugina hafði brotið spítalaþjónustu hérlendis niður á stig miklu fátækari landa. Hingað til höfum við verið ágætlega heppin í kórónafaraldrinum. Smit meðal hinna elstu og veikustu voru ekki eins mörg og í sumum öðrum löndum. Það reyndi því ekki eins mikið á heilbrigðiskerfið hér og í löndum þar sem faraldurinn lagði betur stödd heilbrigðiskerfi á hliðina. En hættan vofir yfir. Ekki vegna þess að yfirstandandi bylgja cóvid-smita sé svo skaðleg, heldur vegna þess að stjórnlaus nýfrjálshyggjustefna hefur keyrt heilbrigðiskerfið niður á hnén og stjórnvöld ætla ekki að skipta um stefnu. Ríkisstjórnin forherðist Frammi fyrir þessum augljósu staðreyndum forherðist ríkisstjórnin. Hún neitar að horfast í augu við vandann og augljósa lausn hans. Það þarf að fjölga gjörgæslurýmum, bæði fljótt til skemmri tíma en líka varanlega. Kórónafaraldurinn afhjúpaði heimsku og fífldirfsku nýfrjálshyggjunnar og nauðsyn þess að leggja af þessa svelti- og niðurrifsstefnu. Í stað þess að bregðast við eins og fullorðið fólk þá láta ráðherrarnir eins og krakkar frammi fyrir þessari stöðu. Þeir skammast út í starfsfólk og stjórnendur Landsspítalans, sem eru ekki gerendur heldur þolandi heimskrar heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Ráðherrarnir héldu maraþonfundi og komu út með þá niðurstöðu að þeir væru tilbúnir að fjármagna flutning 30 sjúklinga frá Landspítalanum, en alls ekki meir. Þessari smávægilegu aðgerð fylgdu vanalegar skammir, yfirlýsingar um slælega framleiðni á spítalanum og eitthvað sem átti að líta út sem kennsla í stjórnun í rekstri (frá ráðherrum sem hafa ýmist alls enga slíka reynslu eða algjörlega afleita). Er ekki komið nóg af þessari þrjósku, forherðingu og ábyrgðarleysi? Er ekki nóg að stjórnvöldum hafi tekist að veikja heilbrigðiskerfið með skipulögðum hætti áratugum saman? Þurfum við svo að hlusta á brennuvarginn á brunastað skammast yfir að slökkviliðið sé ekki nógu duglegt, skipulagt eða snjallt. Að brennuvargarnir séu eina fólkið með viti? Einkafyrirtæki mikilvæg, spítalar ekki Hvert er vandamálið? Ríkisstjórnin vill ekki láta Landspítalann fá nægan pening til að mæta yfirstandandi smitbylgju cóvid. Fjármálaráðherrann neitar því. Hann lítur svo á að sveltistefna undanfarna áratuga sé mikilsverður árangur og vill alls ekki missa hann niður. Hann er hræddur um að ef Landspítalinn fær 1, 2, 5 eða 10 milljarða til að bjarga lífi og heilsu fólks og til að forða því að allur almenningur þurfi að taka á sig íþyngjandi takmarkanir á daglegt líf; að þá verði erfitt fyrir hann að ná þessum peningum af spítalanum aftur. Þessi sami fjármálaráðherra hefur lagt meira fé í fyrirtæki í eigu fólks sem er tengt honum fjölskylduböndum en myndi duga til að rétta Landspítalann af. Þessi sami ráðherra stóð fyrir því að Icelandair voru færðir með ýmsum hætti um 35 milljarðar króna af almannafé. Hann gaf kaupendum af hlutabréfum Íslandsbankaað lágmarki um 20 milljarða króna í afslátt af kaupverðinu Þessi ráðherra hefur gefið eigendum fyrirtækja um 10 milljarða króna í skattaafslátt gegn fjárfestingum sem skilgreina má sem nýsköpun eða þróun, innan regluverks þar sem allar fjárfestingar geta fallið undir þessa skilgreiningu. Þetta er fjármálaráðherra sem hefur notað kórónafaraldurinn til að ausa fé yfir vini sína og vandamenn, ríkasta fólk landsins. En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur. Sturlaðir tímar Þetta hljómar sturlað, en er því miður satt. Við lifum sturlaða tíma. Við erum á hápunkti sturlaðrar stjórnmálastefnu sem kölluð er nýfrjálshyggja. Innan þessarar stöðnuðu kenningasúpu eru borin fram rök og fullyrðingar sem standast enga skoðun en sem innvígðu og innmúruðu virðast trúa í blindni. Þetta er sértrúarsöfnuður nýfrjálshyggjunnar. Og því miður virðist ríkisstjórnin okkar öll hafa gengið inn í þau björg. Í guðs bænum vaknið, kæru ráðherrar. Hættið þessari þrjósku og látið Landspítalann fá pening. Núna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er algjörlega hættur að skilja þessa ríkisstjórn. Er þetta einhver sértrúarsöfnuður? Við erum í miðri stjórnlausri bylgju cóvid-smita sem veldur miklu álagi á Landspítalann. Í dag voru til dæmis þrettán á gjörgæsludeild spítalans, sem er aðeins mönnuð til að sinna tíu manns. Af þessum þrettán eru átta með cóvid og þar af fimm í öndunarvél. En hvert er vandamálið? Vandinn er ekki átta sjúklingar með cóvid heldur sú staðreynd að Landspítalinn leggst á hliðina þegar þrettán þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Er það eðlilegt að Landspítalinn anni bara tíu manns á gjörgæslu? Nei, auðvitað ekki. Það er fráleit staða. Sveltistefna stórskaðar gjörgæslu Áður en kórónafaraldurinn skall á var ljóst að niðurskurður og sveltistefna stjórnvalda á Íslandi hafði keyrt heilbrigðiskerfið og Landspítalann niður á nokkurs konar varanlegt hættustig. Fyrir faraldurinn voru hér aðeins 12 virk gjörgæslurými á Landspítalanum og 3 á Akureyri. Fimmtán gjörgæslurými á landinu gera rétt rúmlega 4 rúm á hverja hundrað þúsund íbúa. Meðaltal Evrópuríkjanna var á sama tíma 11,5 gjörgæslurými á hverja 100 þúsund íbúa. Til að ná upp í meðaltal Evrópu hefði þurft að fjölga rýmum hér um 28. Sveltistefnan nýfrjálshyggjunnar hafði ill áhrif víða um Evrópu á síðustu áratugum, eins og kom í ljós í kórónufaraldrinum. En óvíða hafði þessi sveltistefna gengið jafn langt og hérlendis. Nýfrjálshyggja íslenskra stjórnvalda síðustu þrjá áratugina hafði brotið spítalaþjónustu hérlendis niður á stig miklu fátækari landa. Hingað til höfum við verið ágætlega heppin í kórónafaraldrinum. Smit meðal hinna elstu og veikustu voru ekki eins mörg og í sumum öðrum löndum. Það reyndi því ekki eins mikið á heilbrigðiskerfið hér og í löndum þar sem faraldurinn lagði betur stödd heilbrigðiskerfi á hliðina. En hættan vofir yfir. Ekki vegna þess að yfirstandandi bylgja cóvid-smita sé svo skaðleg, heldur vegna þess að stjórnlaus nýfrjálshyggjustefna hefur keyrt heilbrigðiskerfið niður á hnén og stjórnvöld ætla ekki að skipta um stefnu. Ríkisstjórnin forherðist Frammi fyrir þessum augljósu staðreyndum forherðist ríkisstjórnin. Hún neitar að horfast í augu við vandann og augljósa lausn hans. Það þarf að fjölga gjörgæslurýmum, bæði fljótt til skemmri tíma en líka varanlega. Kórónafaraldurinn afhjúpaði heimsku og fífldirfsku nýfrjálshyggjunnar og nauðsyn þess að leggja af þessa svelti- og niðurrifsstefnu. Í stað þess að bregðast við eins og fullorðið fólk þá láta ráðherrarnir eins og krakkar frammi fyrir þessari stöðu. Þeir skammast út í starfsfólk og stjórnendur Landsspítalans, sem eru ekki gerendur heldur þolandi heimskrar heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Ráðherrarnir héldu maraþonfundi og komu út með þá niðurstöðu að þeir væru tilbúnir að fjármagna flutning 30 sjúklinga frá Landspítalanum, en alls ekki meir. Þessari smávægilegu aðgerð fylgdu vanalegar skammir, yfirlýsingar um slælega framleiðni á spítalanum og eitthvað sem átti að líta út sem kennsla í stjórnun í rekstri (frá ráðherrum sem hafa ýmist alls enga slíka reynslu eða algjörlega afleita). Er ekki komið nóg af þessari þrjósku, forherðingu og ábyrgðarleysi? Er ekki nóg að stjórnvöldum hafi tekist að veikja heilbrigðiskerfið með skipulögðum hætti áratugum saman? Þurfum við svo að hlusta á brennuvarginn á brunastað skammast yfir að slökkviliðið sé ekki nógu duglegt, skipulagt eða snjallt. Að brennuvargarnir séu eina fólkið með viti? Einkafyrirtæki mikilvæg, spítalar ekki Hvert er vandamálið? Ríkisstjórnin vill ekki láta Landspítalann fá nægan pening til að mæta yfirstandandi smitbylgju cóvid. Fjármálaráðherrann neitar því. Hann lítur svo á að sveltistefna undanfarna áratuga sé mikilsverður árangur og vill alls ekki missa hann niður. Hann er hræddur um að ef Landspítalinn fær 1, 2, 5 eða 10 milljarða til að bjarga lífi og heilsu fólks og til að forða því að allur almenningur þurfi að taka á sig íþyngjandi takmarkanir á daglegt líf; að þá verði erfitt fyrir hann að ná þessum peningum af spítalanum aftur. Þessi sami fjármálaráðherra hefur lagt meira fé í fyrirtæki í eigu fólks sem er tengt honum fjölskylduböndum en myndi duga til að rétta Landspítalann af. Þessi sami ráðherra stóð fyrir því að Icelandair voru færðir með ýmsum hætti um 35 milljarðar króna af almannafé. Hann gaf kaupendum af hlutabréfum Íslandsbankaað lágmarki um 20 milljarða króna í afslátt af kaupverðinu Þessi ráðherra hefur gefið eigendum fyrirtækja um 10 milljarða króna í skattaafslátt gegn fjárfestingum sem skilgreina má sem nýsköpun eða þróun, innan regluverks þar sem allar fjárfestingar geta fallið undir þessa skilgreiningu. Þetta er fjármálaráðherra sem hefur notað kórónafaraldurinn til að ausa fé yfir vini sína og vandamenn, ríkasta fólk landsins. En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur. Sturlaðir tímar Þetta hljómar sturlað, en er því miður satt. Við lifum sturlaða tíma. Við erum á hápunkti sturlaðrar stjórnmálastefnu sem kölluð er nýfrjálshyggja. Innan þessarar stöðnuðu kenningasúpu eru borin fram rök og fullyrðingar sem standast enga skoðun en sem innvígðu og innmúruðu virðast trúa í blindni. Þetta er sértrúarsöfnuður nýfrjálshyggjunnar. Og því miður virðist ríkisstjórnin okkar öll hafa gengið inn í þau björg. Í guðs bænum vaknið, kæru ráðherrar. Hættið þessari þrjósku og látið Landspítalann fá pening. Núna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík norður
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar