Innlent

Próflaus 85 ára ók niður smástelpu á reiðhjóli og keyrði svo burt

Snorri Másson skrifar
Umferðarslys í Kópavogi í gær.
Umferðarslys í Kópavogi í gær. Vísir/Vilhelm

Umferðarslys varð í Kópavogi á sjöunda tímanum í gær, að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Áttatíu og fimm ára ökumaður ók þar á sjö ára stúlku á reiðhjóli, sem féll af hjólinu og handleggsbrotnaði líklega. Hún var flutt á bráðadeild þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Ökumaðurinn ók hins vegar af vettvangi eftir að hafa ekið á stúlkuna, en fannst stuttu síðar og reyndist alls gáður. Viðkomandi hafði þó ekki gild ökuréttindi og var 85 ára að aldri.

Þá varð árekstur milli tveggja bifhjóla í Mosfellsbæ, þar sem ökumenn duttu af hjólunum. Bæði fóru hjólin svo utan í kyrrstæða bifreið. Báðir mótorhjólamennirnir kenndu sér eymsla og fóru á sjúkrahús.

Að öðru leyti virðist lögreglan samkvæmt dagbók sinni hafa haft í nógu að snúast fram eftir nóttu; fjöldi bifreiða var stöðvaður víða um bæ vegna gruns um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×