Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans um álagið sem þar ríkir vegna faraldursins.

Sóttvarnalæknir segir að hann verði fljótur að skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari svo að spítalinn sendi frá sér neyðarkall.

Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu.

Íslendingar hafa undirritað samkomulag við bresk yfirvöld um samstarf á vettvangi geimrannsókna. Það gerir Bretum meðal annars kleift að fljúga eldflaugum innan lofthelgi Íslendinga og gerir lendingar slíkra véla á Íslandi löglegar. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum nú klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×