Sport

Barbára Sól lagði upp í sigri Brøndby

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
2019, Barbára Sól Gísladóttir, fótboti., Selfoss. Pepsideild kvenna, sumarið 2019. Knattspyrna
2019, Barbára Sól Gísladóttir, fótboti., Selfoss. Pepsideild kvenna, sumarið 2019. Knattspyrna Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Barbára Sól Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu var í byrjunarliði Brøndby þegar liðið heimsótti Aalborg í þriðju umferð dönsku deildarinnar í dag.

Það var Beatrice Person sem skoraði fyrsta mark leiksins á 35. mínútu fyrir Brøndby en Álaborgarakonur svöruðu fyrir sig á 44. mínútu og liðin stóðu á jöfnu í hálfleik.

Það var svo á 58. mínútu sem Barbára lét til sín taka. Hún átti þá góða stundusendingu inn fyrir vörnina þar sem Nanna Christiansen tók á móti boltanum, setti hann í markið og kom Brøndby aftur yfir.

Barbára var svo tekin útaf fljótlega eftir markið. Flott frammistaða hjá landsliðskonunni sem er á láni hjá Brøndby frá Selfossi.

Fleiri urðu svo mörkin ekki og fögnuðu Brøndby konur flottum sigri, þær hafa nú nælt í sex stig í fyrstu þremur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×