Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir segir ykkur fréttir í kvöld. 
Edda Guðrún Andrésdóttir segir ykkur fréttir í kvöld. 

Í fréttum okkar í kvöld er rætt við sóttvarnalækni sem ætlar að bregðast skjótt við lýsi Landspítalinn yfir neyðarástandi. Hann mun strax leggja til harðari aðgerðir, en veit þó ekki hvernig ríkisstjórnin mun bregðast við því.

Við heyrum í Íslendingi sem starfar í Kabúl. Hann segir átakanlegt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem óttast um líf sitt og fjölskyldna sinna vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Hann segir umheiminn ekki geta lokað augun gagnvart þeirri þróun sem sé að eiga sér stað þar.

Við ræðum einnig við stjórnmálafræðing sem segir hörð orð Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, mögulegt upphaf að breytingum innan flokksins.

Og Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsækir eldri borgara á Selfossi sem njóta samverunnar á meðan þeir tálga allskonar fígúrur úr viði.

Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum okkar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×