Innlent

Endurnýjun á flokksforystu Sjálfstæðisflokks sé ekki ávísun á fylgisaukningu

Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Eva H. Önnudóttir er prófessor í stjórnmálafræði.
Eva H. Önnudóttir er prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2

Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur vangaveltur Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort fullreynt sé að flokkurinn nái árangri með núverandi forystu, geta verið vísir að ákalli um að stokkað verði upp í flokksforystunni á næstu árum, en bendir á að endurnýjun á flokksforystu sé ekki ávísun á fylgisaukningu.

Páll Magnússon sagði í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag meðal annars að sjálfstæðismenn hlytu að ræða hvort fullreynt væri að ná árangri með Bjarna Benediktsson í brúnni. Hann sagði þó að hann teldi ekki að forysta flokksins þyrfti að víkja. Þá kennir Páll afstöðuleysi forystu flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með um 25 prósent fylgi í langan tíma.

Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki líklegt að orð Páls valdi því að skipt verði um formann fyrir komandi kosningar en að þau séu þó til marks um ákveðna óánægju innan flokksins.

Sjálfstæðismenn sakni liðinnar tíðar

Eva telur þá óánægju stafa af dræmu fylgi flokksins allt frá efnahagshruni en í þeim fernum alþingiskosningnum sem haldnar hafa verið frá hruni hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið fylgi á bilinu 23,7 prósent til 29 prósent.

„Sjálfstæðismenn sakna kannski þess tíma þegar flokkurinn var með 35 til 37 prósent,“

Eva segir að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera þeim sem voru í brúnni að kenna heldur hafi flokkurinn einfaldlega misst sína sterku stöðu og ekki fengið hana aftur. Því sé endurnýjun á flokksforystu ekki ávísun á fylgisaukningu.


Tengdar fréttir

Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben

Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×