Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður
Edda Guðrún Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður Foto: Kvöldfréttir - Telma Sindri Edda Erla

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við íslenska stúlku sem hvetur alla til að fara í bólusetningu þó hún hafi misst alla tilfinningu fyrir neðan mitti eftir að hafa fengið örvunarskammt. Hún ætlar sér ekki að sækjast eftir bótum og segir lækna halda því fram að þetta ástand sé tímabundið.

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórninni hafi fatast flugið í að fjármagna heilbrigðiskerfið og fjölga starfsfólki innan þess. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk hlaupi sífellt hraðar, þegar álagið eykst.

Forseti og varaforseti Afganistan hafa flúið land og mættu Talíbanar engri mótspyrnu þegar þeir komu til höfuðborgarinnar Kabúl í dag. Talað hefur verið fyrir friðsamlegum valdaskiptum og þeim sem vilja yfirgefa landið lofað öruggri för.

Verðandi brúðhjón, sem ætluðu að ganga í það heilaga í gær umkringd vinum og vandamönnum, þurfa að bíða eftir stóru stundinni eitthvað lengur. Brúðurin greindist með veiruna og varði deginum sem átti að vera brúðkaupsdagurinn, í einangrun

Missið ekki af kvöldfréttum Stöðvar 2 sem verða í beinni klukkan 18:30 í kvöld.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið



      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×