Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórninni hafi fatast flugið í að fjármagna heilbrigðiskerfið og fjölga starfsfólki innan þess. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk hlaupi sífellt hraðar, þegar álagið eykst.
Forseti og varaforseti Afganistan hafa flúið land og mættu Talíbanar engri mótspyrnu þegar þeir komu til höfuðborgarinnar Kabúl í dag. Talað hefur verið fyrir friðsamlegum valdaskiptum og þeim sem vilja yfirgefa landið lofað öruggri för.
Verðandi brúðhjón, sem ætluðu að ganga í það heilaga í gær umkringd vinum og vandamönnum, þurfa að bíða eftir stóru stundinni eitthvað lengur. Brúðurin greindist með veiruna og varði deginum sem átti að vera brúðkaupsdagurinn, í einangrun
Missið ekki af kvöldfréttum Stöðvar 2 sem verða í beinni klukkan 18:30 í kvöld.