Kasólétt Ásdís reif upp hundrað kílóin fimm sinnum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hélt áfram að lyfta þungu alla meðgönguna. Instagram/@asdishjalms Ásdís Hjálmsdóttir Annerud á að von á sín fyrsta barni þessa dagana en það kemur ekki í veg fyrir að hún taki alvöru æfingar í lyftingasalnum. Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma. Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma.
Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira