Á annað hundrað í sóttkví eftir smit í dansbúðum á Laugarvatni Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 11:05 Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Tveir nemendur sem tóku þátt í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni í síðustu viku greindust smitaðir með Covid-19. Fyrir vikið eru á annað hundrað börn og kennarar komnir í sóttkví. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni. Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni.
Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira