Konurnar fái niðurstöður í þessari eða næstu viku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2021 12:01 Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimana eiga von á niðurstöðum í þessari viku eða þeirri næstu. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Í morgun greindi Vísir frá því að þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið í meira en fjóra mánuði en konur sem fóru í skimun í mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þó konurnar eigi eftir að fá svör sé búið að fara yfir sýni þeirra. „Það er búið að forgangsraða og upplýsa konur um öll þau sýni þar sem voru einhver frávik. Það sem er verið að vinna í núna er að koma upplýsingum til þeirra kvenna þar sem voru mjög lítil frávik en það eru konur sem engu að síður eru að fara í eftirlit þannig þetta snýst um það hvort þær fái boðun eftir þrjú ár eða fimm ár,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þær konur sem ekkert hafi heyrt geti verið rólegar. „Þó við skiljum vissulega að það er erfitt að vera ekki búin að fá svar og við viljum ekki hafa þetta svona en við erum að vinna í úrbótum. Þessi sýni sem bíða eru í rauninni öll sýni sem búið er að meta að eru með mjög litlu fráviki þannig að það er ekkert brýnt í þessum sýnum og ekkert til að hafa áhyggjur af. En við þurfum að koma þessu öllu frá okkur.“ Það sem helst valdi töfum sé úrvinnslan hérlendis. Samhæfingarstöðin vilji veita konum nákvæm svör. Sigríður Dóra segir að í forgangi sé að gefa konum svör í þessari eða næstu viku. „Það er eitthvað sem við skoðum í þessari viku. Þetta er forgangsatriði hjá okkur í þessari viku að koma þessu öllu út. Þetta snýst um að gera hlutina alveg rétt út af þessum breytingum.“ Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Í morgun greindi Vísir frá því að þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið í meira en fjóra mánuði en konur sem fóru í skimun í mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þó konurnar eigi eftir að fá svör sé búið að fara yfir sýni þeirra. „Það er búið að forgangsraða og upplýsa konur um öll þau sýni þar sem voru einhver frávik. Það sem er verið að vinna í núna er að koma upplýsingum til þeirra kvenna þar sem voru mjög lítil frávik en það eru konur sem engu að síður eru að fara í eftirlit þannig þetta snýst um það hvort þær fái boðun eftir þrjú ár eða fimm ár,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þær konur sem ekkert hafi heyrt geti verið rólegar. „Þó við skiljum vissulega að það er erfitt að vera ekki búin að fá svar og við viljum ekki hafa þetta svona en við erum að vinna í úrbótum. Þessi sýni sem bíða eru í rauninni öll sýni sem búið er að meta að eru með mjög litlu fráviki þannig að það er ekkert brýnt í þessum sýnum og ekkert til að hafa áhyggjur af. En við þurfum að koma þessu öllu frá okkur.“ Það sem helst valdi töfum sé úrvinnslan hérlendis. Samhæfingarstöðin vilji veita konum nákvæm svör. Sigríður Dóra segir að í forgangi sé að gefa konum svör í þessari eða næstu viku. „Það er eitthvað sem við skoðum í þessari viku. Þetta er forgangsatriði hjá okkur í þessari viku að koma þessu öllu út. Þetta snýst um að gera hlutina alveg rétt út af þessum breytingum.“
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira