Trúði ekki eigin augum þegar piltur ógnaði þeim með hníf Snorri Másson skrifar 16. ágúst 2021 16:12 Auður Jónsdóttir rithöfundur. Saga Sig Auði Jónsdóttur rithöfundi brá heldur betur í brún um helgina þegar hversdagslegar aðstæður við Drekann hjá Káratorgi í miðbæ Reykjavíkur tóku skyndilega á sig ógnvænlega mynd. Auður fylgdist með því hvernig piltur, sem var að rífast áberandi hátt í símann, brást hinn versti við þegar kona með barn bað hann að lækka róminn vegna barnsins. Hann „snappaði“ þá á konuna, eins og Auður lýsir því í samtali við Vísi, og þá sá hún ástæðu til að skerast í leikinn. Hún fór að þeim og bað piltinn að róa sig og vera ekki að æpa á móður með barn. Þá lyftir hann upp peysunni og lætur skína í stærðarinnar hníf, sem var að sögn Auðar meira á stærð við sveðju. „Hann var með hnífinn skorðaðan í buxnastrenginn og þetta var alveg rosahnífur. Stór með stóru skafti og með svona eins á sagarhnífum eins og ég man þetta,“ segir Auður. Drekinn við Njálsgötu.Drekinn Þegar hér var komið sögu tók móðirin upp símann til að hringja á lögregluna og þá voru pilturinn og félagi hans ekki lengi að stökkva upp á rafskutlur og láta sig hverfa. Auður þekkir ekki hvort atvikið hafi orðið að eiginlegu lögreglumáli. Hún segir óljóst hve gamlir piltarnir voru en ekki eldri en á menntaskólaaldri, telur hún. Auður býr sjálf í Njálsgötu þar sem atvikið átti sér stað og var að bíða eftir mat í Drekanum. „Þetta gerðist svo hratt að ég bara trúði ekki eigin augum, ég var það undrandi. Svo voru þeir allt í einu bara farnir og ég fór bara og sótti hamborgarana. Þetta var svolítið eins og í bíómynd. Hér er oftast bara góðlátleg stemning á líflegu torgi. Ég kalla ekki allt ömmu mína og hef búið á alls konar stöðum, en þetta var alveg fríkað atferli.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Auður fylgdist með því hvernig piltur, sem var að rífast áberandi hátt í símann, brást hinn versti við þegar kona með barn bað hann að lækka róminn vegna barnsins. Hann „snappaði“ þá á konuna, eins og Auður lýsir því í samtali við Vísi, og þá sá hún ástæðu til að skerast í leikinn. Hún fór að þeim og bað piltinn að róa sig og vera ekki að æpa á móður með barn. Þá lyftir hann upp peysunni og lætur skína í stærðarinnar hníf, sem var að sögn Auðar meira á stærð við sveðju. „Hann var með hnífinn skorðaðan í buxnastrenginn og þetta var alveg rosahnífur. Stór með stóru skafti og með svona eins á sagarhnífum eins og ég man þetta,“ segir Auður. Drekinn við Njálsgötu.Drekinn Þegar hér var komið sögu tók móðirin upp símann til að hringja á lögregluna og þá voru pilturinn og félagi hans ekki lengi að stökkva upp á rafskutlur og láta sig hverfa. Auður þekkir ekki hvort atvikið hafi orðið að eiginlegu lögreglumáli. Hún segir óljóst hve gamlir piltarnir voru en ekki eldri en á menntaskólaaldri, telur hún. Auður býr sjálf í Njálsgötu þar sem atvikið átti sér stað og var að bíða eftir mat í Drekanum. „Þetta gerðist svo hratt að ég bara trúði ekki eigin augum, ég var það undrandi. Svo voru þeir allt í einu bara farnir og ég fór bara og sótti hamborgarana. Þetta var svolítið eins og í bíómynd. Hér er oftast bara góðlátleg stemning á líflegu torgi. Ég kalla ekki allt ömmu mína og hef búið á alls konar stöðum, en þetta var alveg fríkað atferli.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira