Trúði ekki eigin augum þegar piltur ógnaði þeim með hníf Snorri Másson skrifar 16. ágúst 2021 16:12 Auður Jónsdóttir rithöfundur. Saga Sig Auði Jónsdóttur rithöfundi brá heldur betur í brún um helgina þegar hversdagslegar aðstæður við Drekann hjá Káratorgi í miðbæ Reykjavíkur tóku skyndilega á sig ógnvænlega mynd. Auður fylgdist með því hvernig piltur, sem var að rífast áberandi hátt í símann, brást hinn versti við þegar kona með barn bað hann að lækka róminn vegna barnsins. Hann „snappaði“ þá á konuna, eins og Auður lýsir því í samtali við Vísi, og þá sá hún ástæðu til að skerast í leikinn. Hún fór að þeim og bað piltinn að róa sig og vera ekki að æpa á móður með barn. Þá lyftir hann upp peysunni og lætur skína í stærðarinnar hníf, sem var að sögn Auðar meira á stærð við sveðju. „Hann var með hnífinn skorðaðan í buxnastrenginn og þetta var alveg rosahnífur. Stór með stóru skafti og með svona eins á sagarhnífum eins og ég man þetta,“ segir Auður. Drekinn við Njálsgötu.Drekinn Þegar hér var komið sögu tók móðirin upp símann til að hringja á lögregluna og þá voru pilturinn og félagi hans ekki lengi að stökkva upp á rafskutlur og láta sig hverfa. Auður þekkir ekki hvort atvikið hafi orðið að eiginlegu lögreglumáli. Hún segir óljóst hve gamlir piltarnir voru en ekki eldri en á menntaskólaaldri, telur hún. Auður býr sjálf í Njálsgötu þar sem atvikið átti sér stað og var að bíða eftir mat í Drekanum. „Þetta gerðist svo hratt að ég bara trúði ekki eigin augum, ég var það undrandi. Svo voru þeir allt í einu bara farnir og ég fór bara og sótti hamborgarana. Þetta var svolítið eins og í bíómynd. Hér er oftast bara góðlátleg stemning á líflegu torgi. Ég kalla ekki allt ömmu mína og hef búið á alls konar stöðum, en þetta var alveg fríkað atferli.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira
Auður fylgdist með því hvernig piltur, sem var að rífast áberandi hátt í símann, brást hinn versti við þegar kona með barn bað hann að lækka róminn vegna barnsins. Hann „snappaði“ þá á konuna, eins og Auður lýsir því í samtali við Vísi, og þá sá hún ástæðu til að skerast í leikinn. Hún fór að þeim og bað piltinn að róa sig og vera ekki að æpa á móður með barn. Þá lyftir hann upp peysunni og lætur skína í stærðarinnar hníf, sem var að sögn Auðar meira á stærð við sveðju. „Hann var með hnífinn skorðaðan í buxnastrenginn og þetta var alveg rosahnífur. Stór með stóru skafti og með svona eins á sagarhnífum eins og ég man þetta,“ segir Auður. Drekinn við Njálsgötu.Drekinn Þegar hér var komið sögu tók móðirin upp símann til að hringja á lögregluna og þá voru pilturinn og félagi hans ekki lengi að stökkva upp á rafskutlur og láta sig hverfa. Auður þekkir ekki hvort atvikið hafi orðið að eiginlegu lögreglumáli. Hún segir óljóst hve gamlir piltarnir voru en ekki eldri en á menntaskólaaldri, telur hún. Auður býr sjálf í Njálsgötu þar sem atvikið átti sér stað og var að bíða eftir mat í Drekanum. „Þetta gerðist svo hratt að ég bara trúði ekki eigin augum, ég var það undrandi. Svo voru þeir allt í einu bara farnir og ég fór bara og sótti hamborgarana. Þetta var svolítið eins og í bíómynd. Hér er oftast bara góðlátleg stemning á líflegu torgi. Ég kalla ekki allt ömmu mína og hef búið á alls konar stöðum, en þetta var alveg fríkað atferli.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira