Kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð þegar hann ferðast um á hlaupahjóli hringinn í kringum landið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2021 19:33 Hugh David Graham ferðast um á hlaupahjóli hringinn í kringum landið. instagram Hugh Graham er 26 ára Breti sem ferðast nú á hlaupahjóli hringinn í kringum landið. Hann kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð á þjóðveginum og segir dvölina á Íslandi bestu vikur lífs síns. Hugh Graham lagði af stað frá Reykjavík fimmta ágúst og er nú staddur á Fáskrúðsfirði á tólfta degi ferðalagsins. Á síðasta ári gekk hann frá Skotlandi til Lundúna í miðjum heimsfaraldri og ákvað þá að næsta ævintýri yrði á Íslandi. Það er rétt að taka það fram að hlaupahjólið er ekki rafknúið og ferðalagið því erfitt á köflum. „Ég er nú staddur á Austfjörðunum þar sem vegirnir eru mjög brattir. Þetta er klikkað en alveg þess virði því í lok erfiðs dags líður mér vel eftir að hafa séð alla þessa undraverðu staði. Þessi eyja er bara svo falleg,“ sagði Hugh David Graham, 26 ára Breti. Fær ráð frá Íslendingum Hann sýnir frá ferðinni á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi Íslendinga fylgist með ferðalaginu. „Það er mjög gott að vera í sambandi við þá því ég fæ ráð frá þeim. Ég hitti mann í gær sem sýndi mér góðan stað og hann gaf mér harðfisk að borða, en ég hafði aldrei snætt. Bragðið var mjög sérstakt.“ Fólk þekki hann á þjóðveginum Hann fer um fimmtíu og fimm kílómetra á dag og segir að fólk sé farið að þekkja hann á þjóðveginum. „Ég hef hitt nokkra sem þekkja mig og það er magnað og frábært. Margir horfa á mig með forundran á hlaupahjólinu og velta fyrir sér hvað ég sé eiginlega að gera. Ég hef líka fundið fyrir miklum stuðningi. Fólk stoppar og spyr mig hvað ég sé að gera og flautar með bílflautunni. Ég finn fyrir miklum stuðningi á vegunum.“ Bestu vikur lífsins Hann skilar góðri kveðju til Íslendinga og hvetur alla til að veifa sér á þjóðveginum. „Það er vel þess virði að gera þetta. Þetta hafa verið bestu tvær vikur lífs míns og ég þakka Íslandi fyrir það.“ Hér má fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
Hugh Graham lagði af stað frá Reykjavík fimmta ágúst og er nú staddur á Fáskrúðsfirði á tólfta degi ferðalagsins. Á síðasta ári gekk hann frá Skotlandi til Lundúna í miðjum heimsfaraldri og ákvað þá að næsta ævintýri yrði á Íslandi. Það er rétt að taka það fram að hlaupahjólið er ekki rafknúið og ferðalagið því erfitt á köflum. „Ég er nú staddur á Austfjörðunum þar sem vegirnir eru mjög brattir. Þetta er klikkað en alveg þess virði því í lok erfiðs dags líður mér vel eftir að hafa séð alla þessa undraverðu staði. Þessi eyja er bara svo falleg,“ sagði Hugh David Graham, 26 ára Breti. Fær ráð frá Íslendingum Hann sýnir frá ferðinni á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi Íslendinga fylgist með ferðalaginu. „Það er mjög gott að vera í sambandi við þá því ég fæ ráð frá þeim. Ég hitti mann í gær sem sýndi mér góðan stað og hann gaf mér harðfisk að borða, en ég hafði aldrei snætt. Bragðið var mjög sérstakt.“ Fólk þekki hann á þjóðveginum Hann fer um fimmtíu og fimm kílómetra á dag og segir að fólk sé farið að þekkja hann á þjóðveginum. „Ég hef hitt nokkra sem þekkja mig og það er magnað og frábært. Margir horfa á mig með forundran á hlaupahjólinu og velta fyrir sér hvað ég sé eiginlega að gera. Ég hef líka fundið fyrir miklum stuðningi. Fólk stoppar og spyr mig hvað ég sé að gera og flautar með bílflautunni. Ég finn fyrir miklum stuðningi á vegunum.“ Bestu vikur lífsins Hann skilar góðri kveðju til Íslendinga og hvetur alla til að veifa sér á þjóðveginum. „Það er vel þess virði að gera þetta. Þetta hafa verið bestu tvær vikur lífs míns og ég þakka Íslandi fyrir það.“ Hér má fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira