„Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2021 10:56 Frá Grímseyjarhöfn. VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Grímsey í síðustu viku. Allir íbúar fóru í sóttkví. „Eyjan lamaðist í nokkra daga, þannig að Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, hjá hverfisráði Grímseyjar, en kórónuveiran greindist í fyrsta sinn á eyjunni í síðustu viku. Það þýddi að íbúar eyjunnar, sem telja á fimmta tug, fóru í sóttkví. Forsagan er sú að læknir var væntanlegur til eyjunnar á þriðjudag í síðustu viku með örvunarskammta fyrir þá sem höfðu fengið Janssen. Hann var beðinn um að taka með sér skimunarbúnað því nokkrir á eyjunni væru með einkenni. Karen Nótt Halldórsdóttir.Vísir Tveir greindust með veiruna í þeirri skimun. Læknirinn kom svo aftur á sunnudag og þá greindust þrjú smit til viðbótar. „Svo fengum við skilaboðin í gær hvert á fætur öðru að við værum flest neikvæð og þá var hægt að opna allt aftur,“ segir Karen en sóttkvíin hafði það í för með sér að öll þjónusta lagðist tímabundið af. Sundlaug, veitingastaður, verslun og pylsuvagn, allt lokað á meðan íbúarnir voru í sóttkví. Þeir sem eru lausir úr sóttkví í dag hafa því þurft að hlaupa undir bagga og sinna þjónustunni á meðan aðrir eru ýmist í einangrun eða sóttkví. „Við erum vön þessum afleysingum og reddingum í þessu litla samfélaginu,“ segir Karen. „Það var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast í fyrsta skiptið til eyjunnar miðað við ferðamannastrauminn hingað í sumar.“ Grímsey Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
„Eyjan lamaðist í nokkra daga, þannig að Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, hjá hverfisráði Grímseyjar, en kórónuveiran greindist í fyrsta sinn á eyjunni í síðustu viku. Það þýddi að íbúar eyjunnar, sem telja á fimmta tug, fóru í sóttkví. Forsagan er sú að læknir var væntanlegur til eyjunnar á þriðjudag í síðustu viku með örvunarskammta fyrir þá sem höfðu fengið Janssen. Hann var beðinn um að taka með sér skimunarbúnað því nokkrir á eyjunni væru með einkenni. Karen Nótt Halldórsdóttir.Vísir Tveir greindust með veiruna í þeirri skimun. Læknirinn kom svo aftur á sunnudag og þá greindust þrjú smit til viðbótar. „Svo fengum við skilaboðin í gær hvert á fætur öðru að við værum flest neikvæð og þá var hægt að opna allt aftur,“ segir Karen en sóttkvíin hafði það í för með sér að öll þjónusta lagðist tímabundið af. Sundlaug, veitingastaður, verslun og pylsuvagn, allt lokað á meðan íbúarnir voru í sóttkví. Þeir sem eru lausir úr sóttkví í dag hafa því þurft að hlaupa undir bagga og sinna þjónustunni á meðan aðrir eru ýmist í einangrun eða sóttkví. „Við erum vön þessum afleysingum og reddingum í þessu litla samfélaginu,“ segir Karen. „Það var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast í fyrsta skiptið til eyjunnar miðað við ferðamannastrauminn hingað í sumar.“
Grímsey Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira